Áður en grafið er, er nauðsynlegt að hafa góða yfirsýn yfir verkefnið og vinnusvæðið. Góður undirbúningur stuðlar að öruggri og árangursríkri framkvæmd.
Strengir eru viðkvæmir fyrir hnjaski og helstu bilanavaldar eru:
Því er mikil áhersla lögð á að vel sé frá veitulögnum gengið í opnum skurðum. Gæta þarf þess að engar kápuskemmdir verði, ekki sé togað í tengingar og að ekki séu settar of krappar beygjur á strengi.
Beygjur á strengjum eiga alltaf að vera með stærri beygjuradíus en fimmtánfalt þversnið strengsins. Á myndinni er sýnt hvernig meta má hversu mikið má beygja strengina.
Olíustrengir eru mjög viðkvæmir fyrir hnjaski í opnum skurðum og ætti að beygja þá og hreyfa sem allra minnst.
Nýjar heimlagnir Veitna, það er heimæðar heits og kalds vatns ásamt rafmagnsheimtaugum, eru lagðar í samfelldum plast ídráttarrörum frá lóðamörkum að húsi.
Ljósleiðarar fjarskiptakerfa liggja einnig í jörðu og best að hafa beint samband við þau fyrirtæki fyrir nánari upplýsingar.
Samsetningar olíustrengja eru mjög viðkvæmar fyrir hnjaski. Í skurðum þar sem grafið er frá slíkum samsetningum þarf að losa jarðefni frá þeim og byggja undir þær eða binda upp til að komast hjá áraun á samsetningarnar (tengihólka) og strenginn sjálfa