Neyðarþjónusta Veitna er í síma 516-6161. Viðbrögð við bilunum eru misjöfn eftir því hvar orsökin liggur. Svör við algengustu spurningunum hjálpa þér að finna bestu leiðina til lausnar.
Ef um neyðartilfelli er að ræða, svo sem hættulegar aðstæður, bilanir eða ástand sem getur valdið tjóni, vinsamlegast hafið samband við Neyðarþjónustu Veitna í síma 516-6161 sem er opin allan sólarhringinn.
Ef slys hafa orðið á fólki, vinsamlegast hringið í 112.
Eru allir ofnarnir kaldir eða bara sumir?
Sumir: Algeng orsök er að það er loft inná ofnunum eða gólfhitakerfinu. Það þarf að losa fastann pinna inn í hitanemanum. Þetta geta flest lagfært sjálf á einfaldan hátt.
Er lítill þrýstingur í öllum blöndunartækjunum?
Já: Hafðu samband við okkur í síma 516-6161.
Nei: Algeng orsök er að þrýstijafnarinn sé bilaður, hafðu samband við pípara.
Er tilkynnt lokun á veitur.is? Ef vatnsleysi hefur varað í stutta stund, á mögulega eftir að birta tilkynningu. Hér eru tilkynningar um viðgerðir og bilanir í dreifkerfinu okkar.
Fékkstu SMS eða tölvupóst varðandi lokun?
Er verið að vinna í húsinu?
Já: Athugaðu hvort að lokað hafi verið fyrir inntakið og megi opna aftur, eða hinkraðu eftir að vinnu ljúki við húsið.
Er inntakið frosið?
Já: Athugaðu hvort að þér takist að afþýða inntakið, ef þú nærð því ekki hafðu þá samband við okkur í síma 516-6161
Nei: Hafðu samband við okkur í síma 516-6161.
Gott að hafa í huga:
Í kaldavatnsleysi kemur einungis heitt vatn úr krönunum.
Skrúfaðu fyrir blöndunartæki til að verða ekki fyrir vatnstjóni eða brenna þig á vatninu þegar vatnið kemur aftur á.
Forðastu að setja tæki í gang sem nýta það vatn sem tekið er af.
Gott er að hafa í huga að ef þú ert með varmaskiptir getur rafmagnsleysi orsakað heitavatnsleysi, það sem varmaskiptar ganga fyrir rafmagni.
Til að koma í veg fyrir að það kólni inni er gott að hafa dyr og glugga sem mest lokaða. Félag pípulagningameistara hefur gefið út leiðbeiningar fyrir húseigendur þar sem heitavatnslaust er í lengri tíma.
Er auglýst rafmagnsleysi á veitur.is ?
Ef rafmagnsleysi hefur varað í stutta stund, á mögulega eftir að birta tilkynningu. Hér eru tilkynningar um viðgerðir og bilanir í dreifkerfinu okkar.
Fékkstu sms eða tölvupóst varðandi lokun?
Er aðalvar og lekaliðar uppi í rafmagnstöflu?
Já : Hinkraðu eftir að rafmagn komi aftur á. Þú getur fylgst með á veitur.is Ef það birtist ekki fljótlega hafðu þá samband við okkur í síma 516-6161.
Nei: Til að einangra bilun skaltu slá niður öllum öryggjum í rafmagnstöflu og setja síðan lekaliða inn.
Settu eitt öryggi inn í einu. Skildu eftir það öryggi sem slær út lekaliða og settu svo lekaliða aftur inn.
Nú ætti að vera komið rafmagn á mestan hluta hússins.
Taktu allt úr sambandi á þeim hluta sem enn er rafmagnslaus og prófaðu að slá inn öryggi aftur.
Ef það slær enn þá út þá þarftu að hafa samband við rafvirkja.
Er rafmagnslaust í nágrenninu?
Já: Hinkraðu eftir að rafmagn komi aftur á. Þú getur fylgst með á veitur.is Ef það birtist ekki fljótlega hafðu þá samband við okkur í síma 516-6161.
Er allt húsið rafmagnslaust eða einungis hluti hússins?
Allt húsið: Athugaðu hvort öryggi í aðalvarinu sé farið. Ef öryggi er í lagi hafðu samband við okkur í síma 516-6161. Í einbýlishúsum, parhúsum og raðhúsum er oft einn lekaliði og getur því allt húsið verið rafmagnslaust ef hann er úti.
Ef um fjölbýlishús er að ræða – eru öll öryggi í aðaltöflu uppi?
Já: Athugaðu hvort öryggi í aðalvarinu sé farið. Ef öryggi eru í lagi hafðu samband við okkur í síma 516-6161.
Nei: Til að einangra bilun skaltu slá niður öllum öryggjum í rafmagnstöflu og setja síðan lekaliða inn.
Settu eitt öryggi inn í einu. Skildu eftir það öryggi sem slær út lekaliða og settu svo lekalið aftur inn.
Nú ætti að vera komið rafmagn á mestan hluta hússins.
Taktu allt úr sambandi á þeim hluta sem enn er rafmagnslaus og prófaðu að slá inn öryggi aftur.
Ef það slær enn þá út þá þarftu að hafa samband við rafvirkja.
Þau sem eru skráð fyrir mæli hjá okkur geta fengið tilkynningar í tölvupósti og/eða sms ef þau skrá samskiptaleiðir á Mínum síðum Veitna.
Þegar upp kemur bilun eða sinna þarf nauðsynlegu viðhaldi þarf stundum að loka fyrir rafmagn, heitt vatn eða kalt vatn tímabundið á meðan viðgerð fer fram.
Við gerum okkar besta til að upplýsa íbúa um væntanlegar og yfirstandandi lokanir.
Það er hægt að fylgjast með fréttum af bilunum og framkvæmdum sem hafa áhrif á notendur á vefsíðu okkar hér.
Þau sem eru skráð fyrir mæli hjá okkur geta fengið tilkynningar í tölvupósti og/eða sms ef þau skrá samskiptaleiðir á Mínum síðum Veitna.
Ef það er opinn brunnur eða brunnur sem skellur í þarf að tilkynna það strax í síma 516-6161.
Við viljum geta brugðist hratt við til að koma í veg fyrir slys. Þá þurfum við skýrar upplýsingar um staðsetningu brunnsins.
Upplýsingar um opin niðurföll eru ekki eins alvarleg, en mjög gott að fá tilkynningu um þau hér.
Er lekinn innanhúss eða utanhúss?
Innanhús:
Utanhúss:
Utan lóðar: Við sinnum fráveitu í Reykjavík, Akranesi og Borgarnesi, á Kjalarnesi og við Esjumela. Ef þú ert á því svæði hringdu þá í okkur í síma 516-6161, annars skaltu hafa samband við viðkomandi bæjarfélag.
Innan lóðar: Hafðu samband við stífluþjónustu eða pípara
Algeng orsök er að það er bilað blöndunartæki einhverstaðar í húsinu, það getur orsakað að vatnið sem hefur hærri þrýsting tekur yfir. Hafðu samband við pípara.
Vinsamlega tilkynntu það strax í síma 516-6161.
Vinsamlega tilkynntu það strax í síma 516-6161.