Áður en grafið er, er nauðsynlegt að hafa góða yfirsýn yfir verkefnið og vinnusvæðið. Góður undirbúningur stuðlar að öruggri og árangursríkri framkvæmd.
Þegar grafið er nálægt veitulögnum þarf alltaf að hafa mann í skurðinum með handskóflu en hann á að:
Eldri stofnlagnir hitaveitna eru stálpípur í steyptum stokkum. Við gröft þarf að gæta þess að slíta ekki stýristreng sem liggur meðfram stokk. Þá er einnig hætta á að skadda þéttiborða á stokkloki og valda leka. Við neðri brún stokks er ræsimöl eða jarðvatnsræsi til að fyrirbyggja að vatn komist í stokkinn. Allar skemmdir skulu tilkynntar Veitum áður en fyllt er að stok
Þegar grafið er frá lögnum í skurði má ekki nota tenntar skóflur því þær geta skemmt veitulagnir við minnstu snertingu. Nota skal sléttar skóflur, bestu vitneskju um veitulagnir og fulla athygli við jarðvegsframkvæmdir nálægt veitulögunum. Góða skapið og ánægjuleg samskipti við starfsmenn okkar hjálpa líka.
Vinsamlegast tilkynntu strax um skemmdir sem þú veldur eða finnur á veitulögnum. Ef þú ert ekki viss um hvort veitulögn hafi skemmst hringdu samt í bilanasímann 516 6000 og láttu starfsmenn Veitna dæma um það. Lögnin gæti bilað strax og þú ert búinn að yfirgefa verkstað og hugsanlega búinn að ganga frá yfirborði. Yfirborðsfrágangur og jarðvegsvinna er dýrasti hlutinn við flestar viðgerðir veitulagna.