Áður en grafið er, er nauðsynlegt að hafa góða yfirsýn yfir verkefnið og vinnusvæðið. Góður undirbúningur stuðlar að öruggri og árangursríkri framkvæmd.
Reglur Veitna um frágang veitulagna eru byggðar á langri reynslu. Frágangurinn á að duga í áratugi og því eru kröfurnar miklar.
Reynslan af vönduðum frágangi er mjög góð og víða eru óskemmdar lagnir eftir meira en hálfa öld í rekstri. Margt óvænt gerist undir yfirborðinu og tekur frágangurinn mið af því. Steinar sökkva í sandinn og sandurinn hripar frá veitulögnum í gljúpt undirlag.
Þar sem Veitur hafa ekki gefið upp jarðvinnuþversnið sem lýsa frágangi veitulagnanna má notast við almennar reglur sem kynntar eru hér á eftir.
Uppgefin dýpt lagna er mæld ofan á lagnir.
Dæmi um jarðvinnuþversnið heimlagna.
Það kemur fyrir að veitulagnir séu lagðar í annarri dýpt ef landslag eða skipulag krefst þess.
Yfirborð gatna, lóða og opinna svæða getur einnig breyst og því er ekki alltaf hægt að treysta á almennar reglur um dýpt lagna eða uppgefna dýpt á teikningum.
Umhverfis raflagnir skal sandur vera minnst 5 cm á allar hliðar nema minnst 10 cm yfir strengnum.
Eftirlitsmenn okkar gefa nákvæm fyrirmæli um söndun sverari æða eða rafstrengja á hærri spennum ef þörf krefur.
Í sökkul og í plötu er steyptur máti fyrir heimlagnir.