Ertu að fara að grafa?

Viðkvæmar veitulagnir eru undir yfirborðinu í görðum og götum.

Veitulagnir tengja íbúa og fyrirtæki við vatn og rafmagn, en einnig fráveitu. Þess vegna er betra að tengingar haldist heilar þó verið sé að grafa.

Í stuttu máli áður er grafið er á einkalóð:

  • Hvaða þjónustu eru Veitur með á staðnum? Athugaðu að aðrar dreifiveitur gætu verið með þjónustu hjá þér.
  • Skoða legu lagna og rafstrengja Veitna á Kortavef Orkuveitunnar (ath. að merkja inn alla miðla á stikunni vinstra megin)
  • Ef þú vilt fá lagnateikningar í tölvupósti þá eru upplýsingar um það hér.
  • Ef lagnir eru langt frá (t.d. hinu megin við húsið) þá er óhætt að grafa
  • Ef lagnir eru nálægt svæðinu þar sem á að framkvæma þá þarf að óska eftir staðfestingu á lagnalegu frá Veitum

Rof á lögnum er hættulegt

Vatnslagnir eru oft undir miklum þrýstingi og geta rofnað sé grafið frá þeim eða undirstöðum þeirra með skyndilegu flóði í nágrenninu.

  • Hitaveitulagnir flytja mjög heitt vatn og flóð úr þeim hættulegt.
  • Rof á rafstrengjum getur valið rafstuði eða ljósboga sem er hættulegt.
  • Skólplangir sem skemmast geta myndað stíflu og valdið flóði innanhúss.
  • Gamlar í vatnveitu geta auðveldlega rofnað ef grafið er nálægt þeim.

Skemmdir á lögnum

Vinsamlegast tilkynntu strax um skemmdir sem þú veldur eða finnur á veitulögnum. Ef þú ert ekki viss um hvort veitulögn hafi skemmst hringdu í okkur í síma 516 6161 og láttu starfsfólk Veitna dæma um það. Skemmdir á kápum er betra fyrir okkur að laga strax og einungis í endurteknu gáleysi og skemmdum hafa Veitur rukkað fyrir slík tjón. Það er öllum, sér í lagi viðskiptavinum í nágrenninu, í hag að koma í veg fyrir óvænta leka síðar meir.

Tjón á háspennustrengjum er ávallt sótt til framkvæmdaaðila.

Hvar eru lagnirnar?

Lagnir liggja undir yfirborðinu og misdjúpt í jörðu. Almenna reglan er að fráveitan liggur neðst, síðan kalda vatnið, þá hitaveitan og rafmagn og ljósleiðari efst.

Það er öruggara fyrir öll að vita hvar lagnirnar eru. Hægt er að sjá legu þeirra á kortavef Orkuveitunnar þar sem lagnir Veitna og Ljósleiðarans eru sýnilegar. Athugið að í sumum sveitarfélögum eru aðrar dreifiveitur (t.d. Rarik og HS-Veitur og/eða sveitarfélagið) með lagnir líka og þær teikningar þarf að nálgast hjá þeim.

Lagnateikningar eru mis nákvæmar og ef grafa á í nágrenni við lagnir þá viljum við gjarnan fá að vita af því með fyrirvara og jafnvel koma á staðinn og sannreyna legu þeirra áður en grafið er. Það er öruggara fyrir þann sem grefur og kemur þá í veg fyrir skyndilegt rof á þjónustu Veitna ef grafið er í lagnirnar.

Ef óskað er eftir að fá sendar lagnateikningar í tölvupósti þá eru upplýsingar um það hér.

Ef það er háspennustrengur á svæðinu

Það getur verið hættulegt að grafa í lifandi háspennustreng auk þess sem það er líklegt til að orsaka rafmagnsleysi í nágrenninu. Ef þú ætlar að grafa nálægt háspennustreng þá er best að óska eftir línurofi til að tryggja öryggi . Þá gera Veitur strenginn spennulausann á meðan ef það er mögulegt á þessum stað. Slíkt línurof, ef mögulegt, er afgreitt á innan við viku.

Athugið að óheimilt er að grafa eða moka ofan af jarðvegsyfirborði nær en 3 metra frá stað þar sem 132.000 V háspennustrengir liggja. Það er ófrávíkjanleg regla og þessa strengi er ekki hægt að gera spennulausa nema í stuttan tíma í mjög áríðandi undantekningatilfellum. Tjón á slíkum strengjum hleypur á milljónum fyrir utan rafmagnsleysið sem skemmdir geta ollið hjá fjölda fólks.

Samráð skal haft við okkur um allar framkvæmdir í námunda við strengina.

Er ástæða fyrir Veitur að athuga hvort þurfi að endurnýja lagnir?

Þegar grafið er nálægt veitulögnum þá vilja Veitur gjarnan fá að vita af því, ekki síst vegna þess að mögulega er hægt að nýta framkvæmdina til að endurnýja lagnirnar. Starfsfólk metur aldur og gerð lagna hverju sinni og tekur ákvörðun um nýtingu skurðar. Það getur sparað húseiganda töluvert rask og mögulega bilanir síðar.

Breytingar eða færsla á lögnum

Ef framkvæmdaraðili vill breyta legu lagna, t.d. færa þær innan lóðar eða út fyrir lóð, þá þarf að sækja um það á Mínum síðum Veitna (undir heimlögnum). Teikningar af byggingareit eða lóð þurfa að fylgja með.

Ef fallist er á að breyta legu lagnarinnar, þá láta Veitur framkvæma verkið eftir að teikningar eru samþykktar og samið hefur verið um kostnaðinn. Meginreglan er að sá sem biður um breytingu greiði kostnaðinn.

Hvernig getum við aðstoðað þig?