Áður en grafið er, er nauðsynlegt að hafa góða yfirsýn yfir verkefnið og vinnusvæðið. Góður undirbúningur stuðlar að öruggri og árangursríkri framkvæmd.
Áður en hafist er handa við framkvæmdir, er nauðsynlegt að sækja teikningar sem sýna legu lagna í jörðinni. Athugaðu að ekki má nota teikningar úr vefsjá sveitarfélagsins. Þetta gildir bæði innan og utan lóðamarka.
Sækja um lagnateikningar: Hérna er hægt að sækja um lagnateikningar.
Skoða lagnir á vefsjá Veitna: Hérna getur þú skoðað lagnirnar á vefsjá Veitna.
Athugið: Vefsjá Veitna sýnir eingöngu lagnir frá Veitum og Ljósleiðaranum. Fyrir teikningar af lögnum annarra veitu fyrirtækja eða bæjarfélaga, þarf að hafa samband við viðkomandi aðila.
Teikningar geta innihaldið skekkjur, svo það er mikilvægt að fá bilanaleitarmenn okkar til að staðsetja veitulagnir áður en grafið er. Þeir leggja áherslu á að betra sé að vera kallaðir út einum of oft en einum of sjaldan. Bilanaleitarmennirnir okkar eru búnir góðum tækjabúnaði til að hlusta eftir strengjum og pípum eða mæla þá út frá föstum viðmiðum.
Þjónustan er án endurgjalds og hægt er að nýta hana með því að senda okkur eftirfarandi upplýsingar hér:
Nákvæma staðsetningu svæðisins sem á að skoða.
Tengiliða upplýsingar.
Hvaða lagnir eða búnað á að staðsetja (strengir, pípur o.s.frv.).
Athugið að óheimilt er að grafa eða moka ofan af jarðvegsyfirborði nær en 3 metra frá legu strengja þar sem 132.000 V háspennustrengir liggja.
Til að tryggja öryggi framkvæmdaaðila og rekstraröryggi rafveitu vilja Veitur, þar sem það er mögulegt, gera háspennustrengi spennulausa. Hafðu í huga að afgreiðslutími fyrir línurofa er 4 dagar.
Leitaðu að lögnum á staðnum: Tryggðu að allar lagnir séu rétt staðsettar með aðstoð bilanaleitarmanna.
Háspennustrengir: Fylgdu öryggisreglum og hafðu viðeigandi fjarlægð frá háspennustrengjum.
Með því að fylgja þessum ráðstöfunum, tryggir þú öryggi á vinnusvæðinu.
Það getur verið margt undir yfirborðinu.