Þegar hús er byggt er mikilvægt að huga frá upphafi að tengingum við hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu.
Heimlagnir í fráveitu innan lóða eru ávallt í eigu húseigenda og á ábyrgð þeirra
Í eldri hverfum er svokallað einfalt kerfi fráveitu í götu, en það þýðir að bæði skólp og regnvatn fer í sömu lögnina. Í dag eru öll ný kerfi hjá Veitum tvöföld, enda umhverfisvænna og hagkvæmara fyrir samfélagið ekki síst vegna minna magns sem fer í gegnum hreinsistöðvar. Tvöfalt kerfi dregur einnig verulega úr hættu á að lagnir yfirfyllist og það flæði upp úr niðurföllum á heimilum þegar úrkoma er mikil.
Veitur munu á næstu áratugum leggja tvöfalt kerfi fráveitu þegar endurnýjun á sér stað.
Krafa á húseigendur við endurnýjun heimlagna í fráveitu
Í dag er lagaleg krafa á alla húseigendur að þegar heimlagnir fráveitu eru endurnýjaðar eða gerðar meiriháttar endurbætur á þeim þá sé sett tvöfalt kerfi þannig að regnvatni sé beint í aðskilda heimlögn.
Yfirtaka heimlagna
Í ákveðnum tilfellum eiga húseigendur lagnir út fyrir lóð og alveg þangað sem þær tengjast lögnum Veitna í götu. Slíkt getur verið kostnaðarsamt fyrir húseigendur ef heimlagnir gefa sig og þær liggja undir götu. Veitur bjóða því húseigendum að heimlagnir í fráveitu séu yfirteknar að lóðarmörkum. Það þýðir að Veitur eignast og bera ábyrgð á þeim hluta lagnanna. Beiðnin er gerð á Mínum síðum hér á síðunni og er húseigendum að kostnaðarlausu.