Ertu að byggja eða breyta?

Þegar hús er byggt er mikilvægt að huga frá upphafi að tengingum við hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu.

Hönnun og frágangur heimlagna

Þar sem Veitur eru með fleiri en einn miðil munu Veitur sjá um að leggja ídráttarrör frá húsvegg að tengistað við lóðarmörk. Húseigandi skilar ídráttarrörum 30 cm út fyrir sökkulvegg. Þetta á við fyrir einbýlis-, raðhús og minni fjölbýlishús eða sambærilegt húsnæði allt að 3000 m3 . Húseiganda ber að koma fyrir ídráttarrörum frá staðsetningu tengigrindar/töflu innanhúss 30cm út fyrir sökkulvegg

Hönnun heimlagna

Allar lagnir veitunnar eru dregnar í ídráttarrör frá lóðarmörkum að tengistað innanhúss. Lagnir verða að vera í beinni línu frá inntaksstað að lóðarmörkum svo hægt sé að draga í ídráttarrör.

Þar sem allar lagnir eru lagðar samtímis er mikilvægt að inntak veitna sé hannað á sama stað í húsi. Hönnuður húsnæðis skal kynna sér kröfur um staðsetningu inntaksrýma í skipulagi hverfa og gatna.

Í byggingareglugerð segir m.a. í 6.12.2 gr.:

Inntaksrými er það rými eða klefi þar sem stofnleiðslur fyrir heitt og kalt vatn, rafmagn, síma og rafrænar gagnaveitur tengjast byggingu. Í fjöleignarhúsum skulu slík rými ætíð vera í sameign. Almennt skulu öll lagnainntök vera í sama rými.

Hönnuður húss ber ábyrgð á að samræma heimlagnir öðrum lögnum á lóð svo kerfi rekist ekki á, t.d. drenlagnir við hús og frárennsli.

StúturSkýringStærð
1Fjarskipti50 mm
2Rafmagn50 mm
3Heitt vatn - framrennsli110 mm
4Heitt vatn - bakrennsli110 mm
5Vatnsveita75 mm

Heimlagnir í bílskúr
Inntaksrör
Veggmát
Dæmi um lagnir í fylltum sökklum / ófylltu rými
Það er stranglega bannað að nota fráveitubeygjurör í stað ídráttarbeygjurörs

Tæknilegar upplýsingar og kröfur

  • Öll ídráttarrör eru úr PVC plasti. Leyfilegt er að nota PP rör til framlengingar.
  • Nota skal tilbúin ídráttarbeygjurör með viðeigandi beygjuradíus.
  • Rétt er að taka fram að það er stranglega bannað að nota fráveitubeygjurör í stað ídráttarbeygjurörs og ekki er leyfilegt að nota barka fyrir beygjur.
  • Ástæðan fyrir ströngum kröfum á ídráttarrörum og beygjum er sú að erfitt getur verið að draga lagnir í gegnum rörin ef ekki er notað rétt efni og gengið rétt frá rörum og beygjum.

Hvernig getum við aðstoðað þig?