Þegar hús er byggt er mikilvægt að huga frá upphafi að tengingum við hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu.
Þar sem Veitur eru með fleiri en einn miðil munu Veitur sjá um að leggja ídráttarrör frá húsvegg að tengistað við lóðarmörk. Húseigandi skilar ídráttarrörum 30 cm út fyrir sökkulvegg. Þetta á við fyrir einbýlis-, raðhús og minni fjölbýlishús eða sambærilegt húsnæði allt að 3000 m3 . Húseiganda ber að koma fyrir ídráttarrörum frá staðsetningu tengigrindar/töflu innanhúss 30cm út fyrir sökkulvegg
Allar lagnir veitunnar eru dregnar í ídráttarrör frá lóðarmörkum að tengistað innanhúss. Lagnir verða að vera í beinni línu frá inntaksstað að lóðarmörkum svo hægt sé að draga í ídráttarrör.
Þar sem allar lagnir eru lagðar samtímis er mikilvægt að inntak veitna sé hannað á sama stað í húsi. Hönnuður húsnæðis skal kynna sér kröfur um staðsetningu inntaksrýma í skipulagi hverfa og gatna.
Í byggingareglugerð segir m.a. í 6.12.2 gr.:
Inntaksrými er það rými eða klefi þar sem stofnleiðslur fyrir heitt og kalt vatn, rafmagn, síma og rafrænar gagnaveitur tengjast byggingu. Í fjöleignarhúsum skulu slík rými ætíð vera í sameign. Almennt skulu öll lagnainntök vera í sama rými.
Hönnuður húss ber ábyrgð á að samræma heimlagnir öðrum lögnum á lóð svo kerfi rekist ekki á, t.d. drenlagnir við hús og frárennsli.
Stútur | Skýring | Stærð |
1 | Fjarskipti | 50 mm |
2 | Rafmagn | 50 mm |
3 | Heitt vatn - framrennsli | 110 mm |
4 | Heitt vatn - bakrennsli | 110 mm |
5 | Vatnsveita | 75 mm |