Ertu að byggja eða breyta?

Þegar hús er byggt er mikilvægt að huga frá upphafi að tengingum við hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu.

Öryggi við heimlagnir 

Til þess að vinna geti hafist við heimlögn þarf viðkomandi mannvirki og lóð að uppfylla eftirfarandi öryggiskröfur: 

  • Sá hluti húss sem heimlagnir koma inn í sé lokaður, þ.e.a.s. vind- og vatnsheldur. 
  • Jarðvegur á inntaksstað sé í réttri hæð. Oft talað um grófjafnaða lóð sem er u.þ.b. 10 cm lægri en endanleg hæð. 
  • Engar hindranir séu í lagnaleið sem valdið geti starfsmanni hættu, t.d. falli eða öðrum meiðslum.
  • Engin vinna sé fyrir ofan starfsfólk sem valdi hættu, t.d. hífingar, vinna í körfubíl eða vinna á stillans þar sem hætta er á fallandi hlutum).
  • Engir hlutir séu staðsettir við hlið lagnaleiðar sem hætta er á að geti ógnað öryggi starfsfólks. 
  • Engin umferð vinnuvéla sé í gangi sem ógnað geti öryggi starfsfólks. 

Séu ofangreindum öryggiskröfum ekki fullnægt að mati starfsfólks eða verktaka Veitna, áskilja Veitur sér rétt til að stöðva vinnu og hverfa af verkstað. 

Fyrir hvert skipti sem Veitur þurfa að hverfa af verkstað er innheimt endurkomugjald. 

Hvernig getum við aðstoðað þig?