Orkuveitan og Veitur semja við North Tech Drilling í einu stærsta borútboði síðari ára
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Frá vatnstökusvæðum Veitna í Heiðmörk færum við stórum hluta íbúa og fyrirtækja landsins neysluvatn og þar þurfum við að tryggja gæði þess til langrar framtíðar.
Veitur eru nú að leggja lokahönd á lagningu Suðuræðar II yfir Elliðaár, en Suðuræð II mun auka afkastagetu og rekstraröryggi hitaveitunnar fyrir stóran hluta höfuðborgarsvæðisins um komandi ár.