Í gær tóku Veitur þátt í Framadögum HR, ásamt Orkuveitunni og hinum dótturfélögum hennar, Carbfix, Orku náttúrunnar og Ljósleiðaranum. Framadagar eru mikilvægur vettvangur þar sem háskólanemum gefst tækifæri til að kynna sér fjölbreytt störf og starfsvettvang fyrirtækja, kynnast menningu þeirra og ræða beint við starfsfólk um framtíðarmöguleika að námi loknu.
Á svæði Orkuveitunnar og dótturfélaga stóð starfsfólk vaktina og kynnti fjölbreytta starfsemi fyrirtækjanna. Þar sköpuðust lifandi og uppbyggileg samtöl við fjölda áhugasamra háskólanema sem vildu fræðast nánar um þau fjölmörgu tækifæri sem felast í störfum innan fyrirtækjanna, hvort sem er á sviði orkuöflunar, veitu- og innviðareksturs, fjarskipta, tæknimála, umhverfismála, rekstrar eða samskipta.
Veitur eru, eins og Orkuveitan öll, fjölbreyttur vinnustaður þar sem saman koma ólíkar faggreinar og bakgrunnar. Fyrirtækið leggur ríka áherslu á að skapa starfsumhverfi sem hvetur til samvinnu, nýsköpunar og stöðugrar þróunar, og býður upp á mörg tækifæri fyrir metnaðarfullt fólk sem vill starfa að samfélagslega mikilvægum verkefnum.
Orkuveitan í heild sinni gegnir lykilhlutverki í íslensku samfélagi, þar sem hún sér um ábyrga orkuöflun, veitur og innviði sem eru grunnur að daglegu lífi, atvinnulífi og verðmætasköpun um allt land. Þekking, fagmennska og langtímasýn eru lykilþættir í allri starfsemi Orkuveitunnar, og er þátttaka í Framadögum HR mikilvægur liður í að byggja tengsl við næstu kynslóð sérfræðinga sem vilja taka þátt í þeirri vegferð.
Veitur þakka kærlega þeim fjölmörgu sem kíktu við á svæðið og sýndu starfseminni áhuga. Það var ánægjulegt að hitta svo marga metnaðarfulla háskólanema sem hafa áhuga á að kynna sér og móta framtíðina með Orkuveitunni.



Framundan eru boranir víða, frá Rangárþingi Eystra að Borg á Mýrum.

Veitur eru ekki að hækka hitaveitugjald heimilanna um 50%. Þessi túlkun byggir á því að horfa einungis á einn hluta gjaldskrárinnar sem er núna 15% af heildarreikningi. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna fer yfir málin.„“