Sveit­ar­félög

Hér eru helstu upplýsingar um veitur og verkefni sveitarfélaganna sem Veitur þjónusta.

Framkvæmdakort í vinnslu

Á framkvæmdakorti er hægt að sjá þau verkefni sem Veitur eru með á áætlun. Hægt er að skoða stöðu verkefna í hverju sveitarfélagi sem Veitur þjónusta og hvenær áætlað er að fara í þau. Þessar áætlanir eru endurskoðaðar og uppfærðar reglulega í samræmi við bestu upplýsingar hverju sinni.  

Mynd af framkvæmdakorti sem er í vinnslu

Þjónusta fyrir sveitarfélög 

Veitur bjóða sveitarfélögum sérsniðna þjónustu sem miðar að því að styðja við þróun þeirra til framtíðar með tilliti til veituinnviða.   

Þjónustan tryggir tímanlegar tengingar, faglega ráðgjöf og reglulegar uppfærslur á stöðu innviða í takt við framtíðarþarfir og vöxt sveitarfélagsins. Við viljum þjónusta hvert sveitarfélag með lausnum sem samræmast framtíðarsýn samfélagsins og stuðla að sjálfbærri þróun. 

Með öflugu samstarfi tryggjum við milliliðalaus samskipti og samfellda þjónustu við íbúa.  

Hafðu samband við Heimi Hjartarson eða Margréti Maríu Leifsdóttur í vidskiptastyring@veitur.is ef þig vantar frekari upplýsingar um þitt sveitarfélag.

Hvernig getum við aðstoðað þig?