Sveit­ar­félög

Hér eru helstu upplýsingar um veitur og verkefni sveitarfélaganna sem Veitur þjónusta.

Borgarbyggð

Framkvæmdakort í vinnslu

Mynd af framkvæmdakorti sem er í vinnslu

Veitur sinna mismunandi þjónustu innan sveitarfélagsins eftir staðsetningu og eru samstarfsaðili þess við uppbyggingu, þróun og viðhald veituinnviða í takt við þróun samfélagsins. 

  • Sérsniðnar lausnir og ráðgjöf fyrir áætlanir á sviði veituinnviða. 

  • Samstarf við sveitarfélagið um framtíðarþróun. 

  • Timanlegar tengingar fyrir ný hverfi og uppbyggingu í eldri hverfum. 

  • Markviss og regluleg samskipti til að tryggja áreiðanlega og örugga samvinnu. 

Á framkvæmdakorti er hægt að sjá þau verkefni sem Veitur eru með á áætlun. Hægt er að skoða stöðu verkefna og hvenær áætlað er að fara í þau. Þessar áætlanir eru endurskoðaðar og uppfærðar reglulega í samræmi við bestu upplýsingar hverju sinni.  

Bifröst 
Veitur reka vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu á Bifröst.

Borgarnes
Veitur reka vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu í Borgarnesi. 

Bær 
Veitur reka hitaveitu í Bæjarsveit. 

Hvanneyri
Veitur reka vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu á Hvanneyri.

Kleppjárnsreykir 
Veitur reka vatnsveitu á Kleppjárnsreykjum. 

Munaðarnes 
Veitur reka vatnsveitu og hitaveitu í Munaðarnesi. 

Reykholt 
Veitur reka vatnsveitu og fráveitu í Reykholti. 

Svartagil
Veitur reka vatnsveitu og hitaveitu í Svartagili. 

Varmaland 
Veitur reka fráveitu á Varmalandi og afla neysluvatns fyrir staðinn. 

Hafðu samband við Heimi Hjartarson eða Margréti Maríu Leifsdóttur í vidskiptastyring@veitur.is ef þig vantar frekari upplýsingar um þitt sveitarfélag.

Heimir Hjartarson Photo

Margrét María Leifsdóttir

Hvernig getum við aðstoðað þig?