Hér eru helstu upplýsingar um veitur og verkefni sveitarfélaganna sem Veitur þjónusta.
Veitur sinna mismunandi þjónustu innan sveitarfélagsins en byggðin þar er utan skyldusvæðis og þarf því að semja sérstaklega um tengingar við kerfi Veitna við uppbyggingu og þróun samfélagsins.
Sérsniðnar lausnir og ráðgjöf fyrir áætlanir sem snúa að þeim veituinnviðum sem Veitur reka.
Samstarf við sveitarfélagið um framtíðarþróun.
Timanlegar tengingar fyrir ný hverfi og uppbyggingu í eldri hverfum.
Markviss og regluleg samskipti til að tryggja áreiðanlega og örugga samvinnu.
Á framkvæmdakorti er hægt að sjá þau verkefni sem Veitur eru með á áætlun. Hægt er að skoða stöðu verkefna og hvenær áætlað er að fara í þau. Þessar áætlanir eru endurskoðaðar og uppfærðar reglulega í samræmi við bestu upplýsingar hverju sinni.
Úthlíð
Veitur reka hitaveitu og vatnsveitu í Úthlíð.
Brekkuskógur
Veitur reka hitaveitu í Brekkuskógi.
Hafðu samband við Heimi Hjartarson eða Margréti Maríu Leifsdóttur í vidskiptastyring@veitur.is ef þig vantar frekari upplýsingar um þitt sveitarfélag.