Reikn­ingar

Veitur gefa út reikninga vegna dreifingu á heitu vatni, köldu vatni og rafmagni, notkun á heitu vatni, notkun á köldu vatni og fráveitu. Veitur gefa einnig út reikninga vegna heimlagna.

Vatns- og fráveitugjöld

Fasteignaeigendur greiða vatnsgjöld fyrir að fá kalt vatn í kranann og salernið og fráveitugjöld fyrir að losa þá við notað vatn, svo sem úr sturtunni, salerninu og vöskunum, hreinsa það og koma því út í sjó.  

Fasteignaeigendur á ákveðnum svæðum á veitusvæði Veitna fá reikninga fyrir vatnsgjöldum og sums staðar fá þau einnig reikninga fyrir fráveitugjöldum. Á öðrum svæðum eru gjöldin innheimt með fasteignagjöldum.   

Vatns- og fráveitugjöld eru föst gjöld og reiknuð út frá stærð húsnæðis en ekki notkun hverju sinni líkt og hitaveitu og rafmagnsgjöld. Þau eru uppfærð miðað við byggingarvísitölu árlega og birt 1. janúar. Nánar um útreikning  hér í verðskrá.   

  • Á hvaða svæðum fá fasteignaeigendur reikning frá Veitum fyrir vatns- og fráveitugjöldum?

    Bæði vatns- og fráveitugjöld: Reykjavík, Akranes og Borgarbyggð. 

    Eingöngu vatnsgjald: Álftanes, Stykkishólmur, Grundarfjörður og Úthlíð. 

  • Fyrir hvað er ég að greiða?

    Fasteignaeigendur greiða fyrir kalda vatnið og fráveitu. Gjaldið samanstendur af fastagjaldi og fermetragjaldi.  Fastagjaldið greiða allir jafnt, óháð stærð, en fermetragjaldið er reiknað út frá stærð fasteignar. Bílskúrar eru einnig reiknaðir með í fermetrunum.  

    Fastagjaldið er reiknað á hvert fastanúmer á lóð, en bílskúrar og sambærilegt á sér fastanúmeri er undanþegið fastagjaldi sé það á sömu lóðinni.  

  • Skráður fermetrafjöldi á fasteign er rangur. Hvernig laga ég það?

    Allar upplýsingar okkar um fermetrafjölda fasteignar koma frá Fasteignaskrá. Bílastæði í bílageymslum eru reiknuð í fermetrafjölda og miðað er við 12,5 fm á hvert stæði, þó þau séu ekki skráð í fermetrafjölda hjá Fasteingaskrá.  Bílskúrar eru ekki undanþegnir fermetrafjölda.  

  • Það er nýr eigandi á fasteigninni, hvar læt ég vita?

    Þú þarft ekki að láta okkur vita með vatns- og fráveitugjöldin. Það uppfærist sjálfkrafa hjá okkur í byrjun hvers mánaðar miðað við skráningu hjá Fasteignaskrá.

    Athugaðu að þú þarft að tilkynna notendaskipti á rafmagns- og hitaveitumælum. Það er gert hér. 

  • Hver ber ábyrgð á að borga vatns- og fráveitugjöld?

    Þinglýstur fasteignaeigandi ber ábyrgð á greiðslum. Í þeim sveitarfélögum sem við á eru það Veitur sem senda reikninga á eigendur fyrir gjöldunum. Í öðrum sveitarfélögum eru þau hluti af fasteignagjöldum.  

  • Af hverju fæ ég aldrei reikning fyrir vatns- og fráveitugjöldum?

    Ef þú býrð utan þeirra svæða sem Veitur innheimta gjöldin á, þá eru þau hluti af fasteignagjöldum. Eingöngu þinglýstir fasteignaeigendur fá reikninga á þeim svæðum sem um ræðir.  

  • Af hverju fæ ég bara stundum reikning fyrir vatns- og fráveitugjöldum?

    Vatns- og fráveitugjöldum er dreift á 9 mánuði á ári, frá febrúar til október. Þá berast ekki slíkir reikningar í nóvember, desember og janúar.  

  • Hvernig veit ég hvað ég þarf að borga mikið á hverju ári?

    Um miðjan janúar ár hvert, fá fasteignaeigendur álagningarseðil á Mínar síður Veitna. Þar er heildarupphæðin og hvernig hún skiptist niður á gjalddaga í níu mánuði frá febrúar til október. Þar má einnig sjá hvernig gjöldin eru reiknuð.

  • Hvernig lítur dæmigerður reikningur út?

  • Hvenær eru gjalddagar fyrir vatns- og fráveitugjöld?

    Gjalddagar vatns- og fráveitugjalda eru annan virka dag hvers mánaðar frá febrúar til október.

  • Get ég borgað vatns- og fráveitugjöldin öll í einu?

    Já, það er hægt. Hægt er að óska eftir eingreiðslu og er gjalddagi eingreiðslunnar í júní. Hafðu samband við okkur á netspjallinu til að óska eftir því. 

  • Ég skulda vatns- og fráveitugjöld, verður lokað fyrir vatnið hjá mér?

    Nei, það er aldrei lokað fyrir kalda vatnið vegna skulda. Uppsafnaðar skuldir ársins eru sendar í innheimtu með töluverðum aukakostnaði fyrir þig. Hafðu samband við okkur á netspjallinu til að finna lausnir áður en til þess kemur.  

  • Vatns- og fráveitugjöldin mín eru komin í innheimtu, hvað á ég að gera?

    Þegar allir gjalddagar vegna álagningar vatns- og fráveitugjalda ársins eru gjaldfallnir fara ógreiddar kröfur í lögfræðiinnheimtu hjáInkasso.  Viðskiptavinum er bent á að snúa sér þangað. Símanúmer Inkasso er 520-4040  og netfangið er inkasso@inkasso.is  

  • Hvernig breyti ég um greiðslumáta?

    Inn á Mínum síðum Veitna er hægt að breyta greiðslumáta og skrá greiðslukort. Það er undir Reikningar - greiðslumátabreyting.

  • Það eru tveir eða fleiri eigendur á fasteign. Af hverju fær bara eitt okkar reikning?

    Til einföldunar er reikningurinn sendur á þann sem er skráður með eigendanúmerið 001 í Fasteignaskrá.   

  • Er hægt að senda reikning á leigendur?

    Nei, viðkomandi þarf að vera skráður eigandi í Fasteignaskrá.  

  • Er hægt að skipta reikningum eftir eignarhlutfalli fasteignar?

    Já, það er hægt. Hafðu samband við okkur á netspjallinu til að óska eftir því. 

  • Lækkun fráveitugjalds hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Reykjavík

    Reykjavíkurborg veitir afslátt af fráveitugjaldi til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega. Ekki þarf að sækja sérstaklega um þennan afslátt. Ath. að aðeins er veittur afsláttur af fráveitugjaldi ekki vatnsgjaldi.  

  • Hvaða lög og reglur gilda um vatns- og fráveitugjöld?

    Vatns- og fráveitugjöld eru lögð á samkvæmt lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 og lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009. Heimilt er að leggja á fast gjald og gjald sem miðast við stærð eignar, að hámarki 0,5% af fasteignamati. 

  • Lögveð

    Lögveðsréttur gildir vegna vatns- og fráveitugjalda. Þinglýstur fasteignaeigandi ber ábyrgð á greiðslu gjalda samkvæmt 8. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna. 

Hvernig getum við aðstoðað þig?