Veitur gefa út reikninga vegna dreifingu á heitu vatni, köldu vatni og rafmagni, notkun á heitu vatni, notkun á köldu vatni og fráveitu. Veitur gefa einnig út reikninga vegna heimlagna.
Við skiljum vel að það geta komið upp aðstæður þar sem þarf að forgangsraða reikningum og viljum gera okkar besta til að koma til móts við þig. Við viljum ekki að fólk verði rafmagnslaust eða heitavatnslaust.
Ef þú ert í erfiðleikum með greiðslu á reikningum er alltaf betra að vera í sambandi við okkur og leysa málin í sameiningu.
Við hvetjum þig til að borga ógreidda reikninga sem fyrst í þínum heimabanka, ef þú vilt óska eftir greiðsludreifingu á ógreiddum reikiningum getur þú sent okkur fyrirspurn hér.
Ef þú sérð ekki fram á að geta greitt reikninginn í einu lagi, getur þú óskað eftir greiðslusamkomulagi. Þú getur óskað eftir samkomulagi varðandi þá reikninga sem þú sérð ekki fram á að geta greitt hér.
Greiðsludreifing kostar ekki, en það koma vextir á upphæðina.
Vextir koma á upphæðina sem er greiðsludreifð og miðað er við meðalvexti óverðtryggðra lána samkvæmt vaxtatöflu Seðlabankans.
Þú þarft að greiða reikninginn strax til að koma í veg fyrir lokun á heita vatninu og/eða rafmagninu hjá þér innan nokkurra daga. Ef þú getur ekki greitt alla skuldina núna hafðu þá samband við okkur sem fyrst. Þú getur sent okkur fyrirspurn hér, einnig er hægt að hafa samband við okkur á netspjallinu okkar alla virka daga á dagvinnutíma.
Já, það leggjast dráttarvextir á upphæðina og kostnaður með áminningarbréfum. Vanskil geta leitt til lokunar og það getur verið mjög kostnaðarsamt fyrir viðskiptavini. Þú getur séð verðskrá og þjónustugjöld hér á heimasíðunni okkar.
Annar reikningurinn er það sem þú greiðsludreifðir, en hinn er mánaðarlegur reikningur frá okkur. Þú færð tvo reikninga frá okkur á meðan þú greiðir niður skuldina.
Ath. að ef nýir reikningar frá Veitum hafa ekki verið greiddir þá hafa borist innheimtuviðvaranir vegna þeirra líka.
Þú getur sent okkur fyrirspurn hér, til að fá bankaupplýsingar eða kröfurönd til að millifæra fyrir greiðslu. Þú þarft svo að passa að senda kvittun fyrir greiðslu með kennitölu þess sem verið er að greiða fyrir á innheimta@veitur.is