Veitur gefa út reikninga vegna dreifingu á heitu vatni, köldu vatni og rafmagni, notkun á heitu vatni, notkun á köldu vatni og fráveitu. Veitur gefa einnig út reikninga vegna heimlagna.
Þú borgar fyrir hverja lögn sem er lögð, þ.e. heitt og kalt vatn sem og rafmagn. Veitur leggja ekki fráveitulagnir frá húsum.
Gjöldin eru jöfnunargjöld fyrir lagnir og dekka hluta af heildarkostnaði Veitna við heimlagnir.
Ef Veitur þurfa að grafa fyrir lögnum og/eða ganga frá yfirborði þá er rukkað sérstaklega fyrir það.
Nei, reikningurinn er hins vegar gefinn út þegar verkið nálgast framkvæmdarstig.
Hver miðill hefur sína eigin lögn og reikningurinn er sundurliðaður samkvæmt því. Auk þess hafa miðlarnir ólík virðisaukaskattsþrep.
Það kostar aukalega þegar lagnir eru lengri en kemur fram í skilmálum.
Ef ekki er búið að vinna verkið þá er sjálfsagt að gera það. Reikningum fyrir verkum sem þegar hafa verið unnin verður ekki breytt.
Heimlagnagjöld miðast við ófrágengið yfirborð. Það þýðir að rukkað er sérstaklega fyrir það ef grafa þarf fyrir lögnum og/eða ganga frá yfirborði.
Í þéttbýli eru dreifikerfin viðameiri og minni kostnaður falin í að tengja hvert hús en í dreifbýli, m.a. vegna nálægðar við kerfið.
Í verðskrá eru tvær tegundir heimtauga: sumarhúsaheimtaugar og aðrar heimtaugar en sumarhúsaheimtaugar. Farið er eftir skráningu lóðarinnar í fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Í þéttbýli eru dreifikerfin viðameiri og minni kostnaður falinn í að tengja hvert hús en í dreifbýli, m.a. vegna nálægðar við kerfið.
Dæmi um heimlagnareikning.