Gjalddagar eru 9 talsins og er fyrsti gjalddagi í febrúar og sá síðasti í október. Hægt er að greiða gjöldin í einu lagi og er þá gjalddagi í júní.
Kalt vatn
Vatnsgjald í Reykjavík og Akranesi lækkar um 5% og 1% í Stykkishólmi en hækkar um 6,7% í Grundarfirði. Þá hækkar vatnsgjald í Borgarbyggð, Úthlíð og Álftanesi um 10,48% og byggist sú hækkun á breytingum á byggingavísitölu. Þá hækka notkunargjöld fyrirtækja um 1,75% í samræmi við byggingarvísitölu.
Fráveita
Álögð fráveitugjöld verða óbreytt.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.