Policies

Below is a list of all our policies.

Áhættustefna

Meginmarkmið áhættustefnu er að tryggja að Veitur geti sinnt hlutverki sínu á öruggan og hagkvæman máta með lágmarksáhættu. Þetta gera Veitur með því að:

  • draga úr sveiflum í afkomu Veitna á hverjum tíma með tilliti til undirliggjandi áhættu í rekstrinum og að áhættuþættir séu ávallt innan skilgreindra marka sem stjórnin setur og er skráð í áhættuhandbók.
  • tryggja að Veitur hafi nægt fé til að standa undir uppbyggingu á þjónustu og reglulegri starfsemi
  • greina, meta og stýra áhættum í rekstri með hliðsjón af starfsemi, stefnum Veitna og skilgreindum mörkum.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að framfylgja áhættustefnu í rekstri Veitna og upplýsa um áhættur utan marka. Áhættuhandbók og tengd skjöl lýsa heildarsýn og skilgreina tegundir áhættu, mælikvarða við mat á þeim ásamt aðferðum og mörkum. Breytingar á mörkum krefjast samþykktar stjórnar Veitna.

Áhættustefnan byggir á gildum og heildarstefnu Veitna og er sett fram til samræmis við eigendastefnu Orkuveitunnar.

[Stefna yfirfarin og samþykkt óbreytt á stjórnarfundi 14.12.2023]