Samorka bauð til opins fundar þann 17. nóvember í Hörpu þar sem málefni hitaveitunnar voru í brennidepli. Yfirskrift fundarins var „Hugum að hitaveitunni, er nóg til?“ Fundurinn var vel sóttur og vakti töluverða athygli.
Umfangsmikið viðhald í hreinsistöð skólps í Klettagörðum
Kominn er tími til að endurnýja búnað svo auka megi rekstraröryggi stöðvarinnar. Áætlað er að verkið taki 6-7 vikur og á meðan á því stendur aukast líkur á þvi að hleypa þurfi óhreinsuðu skólpi um neyðarlúgur í sjó.
Áætlanir gera ráð fyrir að raforkunotkun á starfsvæði Veitna muni tvöfaldast á næstu 20-30 árum en spáin er byggð á mannfjöldaspám og fyriráætlunum um nýja byggð á höfuðborgarsvæðinu.
Vegna endurnýjunar á yfirfallsdælum þarf að stöðva starfsemi skólpdælustöðvarinnar í Faxaskjóli í a.m.k. þrjár vikur, frá og með deginum í dag, föstudeginum 19. ágúst.