Þau segja frá þeim verkefnum sem þau fást við en fráveitan veitir þjónustu sem enginn getur verið án en fæstir leiða hugann að í amstri dagsins. Hún er mikilvægt heilbrigðis- og hreinlætismál í heiminum öllum. Fráveitan flytur frárennsli og skólp heimila og fyrirtækja, og regnvatn frá götum og lóðum í sjó með viðkomu í hreinsistöð.
Það er í mörg horn að líta, til dæmis að bregðast við þéttingu byggðar og hvar fráveitan á að vera, loftslagsbreytingar og að fá fólk til að hætta að nota klósettið eins og ruslafötu.
Daði Jóhannesson og Hrefna Haraldsdóttir eru nýir deildarstjórar hjá Veitum.
Við fengum þann mikla heiður í vikunni að fá að taka á móti tveimur dómurum frá Evrópsku þjónustuverðlaununum ECCCSA (European Contact Centre and Customer Service Awards).