Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt í síðustu viku stafrænu ráðstefnuna Jafnrétti er ákvörðun, sem streymt var í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV. Þar kynnti Eliza Reid forsetafrú viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar (framkvæmdastjórn).
Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt í síðustu viku stafrænu ráðstefnuna Jafnrétti er ákvörðun, sem streymt var í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV. Þar kynnti Eliza Reid forsetafrú viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar (framkvæmdastjórn).
76 fyrirtæki hlutu Jafnvægisvogina í ár en í þeim hópi voru Veitur.
Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið í ár. Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafa náð góðum árangri á þessu sviði og fjölgaði þeim þátttakendum sem hafa náð markmiðunum um 23 á milli ára.
„Við hjá Veitum erum afar ánægð og stolt með að vera í hópi þeirra flottu fyrirtækja sem hlutu Jafnvægisvogina í ár og það skiptir okkur máli. Við viljum að fyrirtækið endurspegli samfélagið og þá skiptir fjölbreytni máli. Ekki bara hlutfall karla og kvenna heldur samfélagsins alls. Jafnrétti er ákvörðun. Góð ákvörðun,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna.
Á myndinni hér að ofan má sjá Sólrúnu lengst til hægri ásamt þeim Ernu Sigurðardóttur mannauðsráðgjafa hjá OR og Guðrúnu Einarsdóttur forstöðumann markaðsmála og þjónustu hjá ON sem einnig hlutu Jafnvægisvogina í ár.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.
Daði Jóhannesson og Hrefna Haraldsdóttir eru nýir deildarstjórar hjá Veitum.
Við fengum þann mikla heiður í vikunni að fá að taka á móti tveimur dómurum frá Evrópsku þjónustuverðlaununum ECCCSA (European Contact Centre and Customer Service Awards).