Áður en ákveðið er hvernig hlaða skal rafbílinn heima er mikilvægt að skoða uppsetningu hleðslulausna. Hér má finna góð ráð og upplýsingar þess efnis.
Gott er að hafa í huga að rafbíll er orkufrekasta raftæki heimilis og því er mikilvægt að huga vel að raflögnum fyrir hleðslu bílsins eins og með önnur stærri raftæki. Sem fagaðili veistu að hefðbundnir tenglar til heimilisnota (einfasa 16A) eru ekki besta og öruggasta aðferðin til hleðslu raf- og tengiltvinnbíla. Kostir fasttengdra hleðslustöðva eru hraðvirkari, auðveldari og öruggari hleðsla.
Reynist heimtaug húsnæðis ekki nægileg fyrir fyrirhugaða rafbílahleðslu er hægt að sækja um stækkun á Mínum síðum og greitt er fyrir raunkostnað.
Upplýsingar um lagnir er að finna á lagnakorti.