Hleðsla rafbíla

Áður en ákveðið er hvernig hlaða skal rafbílinn heima er mikilvægt að skoða uppsetningu hleðslulausna. Hér má finna góð ráð og upplýsingar þess efnis.

Veitur mæla ávallt með snjöllum hleðslustöðvum sem bjóða upp á álagsstýringu fyrir allar tegundir húsnæðis.

Álagsstýring er lykilhluti hleðslulausna fyrir fjölbýlishús, bílageymslur og bílskúrslengjur

Hleðslustöðvar með álagsstýringu sjá um að deila því afli sem er til reiðu á milli þeirra bifreiða sem eru í hleðslu og einnig eftir aflþörf þeirra. Með álagsstýringu er tryggt að allir rafbílar fái hleðslu án þess að yfirlesta grein eða heimtaug. Veitur mæla einnig með því að velja hleðslustöðvar með álagsstýringu fyrir sérbýli.

Með notkun á álagsstýrðum hleðslulausnum er minni þörf á að fara í kostnaðarsamar stækkanir á heimtaugum og minni líkur á að öryggi slái út vegna yfirlestunar.

Einn bíll í stæði á 32A

Dæmi um tegundir álagsstýringa:

Statísk álagsstýring

Deilir fyrirfram ákveðnu föstu afli á milli hleðslustöðva. Ýmist eftir þörfum hverrar hleðslustöðvar og rafbíls hverju sinni eða jafnt á milli stöðva óháð þörfum eða hvort verið er að hlaða.

Tveir bílar í stæði á 16A hvor

Dýnamísk álagsstýring

Mælir heildarálag rafmagnsheimtaugar eða greinar og deilir afgangsafli á milli hleðslustöðva eftir þörfum. Þannig getur álagsstýring aðlagað það afl sem hægt er að nota til hleðslu rafbíla eftir heildarálagi húsnæðisins, t.d. þegar önnur notkun húsnæðis lækkar eykst það afl sem hægt er að nýta til hleðslu rafbíla.

3 bílar í stæði á 10A hver

Hvernig getum við aðstoðað þig?