Áður en ákveðið er hvernig hlaða skal rafbílinn heima er mikilvægt að skoða uppsetningu hleðslulausna. Hér má finna góð ráð og upplýsingar þess efnis.
Veitur taka þátt í stórfelldri uppbyggingu innviða fyrir rafbílaeigendur á sínu veitusvæði. Áður en ákveðið er hvernig hlaða skal rafbílinn heima er mikilvægt að skoða uppsetningu hleðslulausna. Við höfum tekið saman nokkrar áhugaverðar vefsíður fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í rafbílaeign.
Við mælum með fasttengdum hleðslustöðvum, svokallaðri „hleðsluaðferð 3“, við hleðslu raf- og tengiltvinnbíla. Við mælum ekki með notkun hefðbundinna rafmagnstengla til hleðslu að staðaldri. Sá búnaður er einungis ætlaður til skamms tíma í senn og ætti því ekki að nota til hleðslu rafbíla nema búið sé að takmarka hleðslustrauminn verulega.
Veitur mæla ávalt með vali á snjöllum hleðslustöðvum sem bjóða upp á álagsstýringu fyrir allar tegundir húsnæðis.
Ef þú ert að íhuga kaup á rafmagnsbíl, ættir þú að huga að því að fjárfesta í fasttengdri hleðslustöð og uppsetningu hjá fagaðilia. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mælir með að við hleðslu rafknúinna ökutækja sé notaður sérhæfður búnaður, sem tryggir að hleðslan fari fram á öruggan og áreiðanlegan hátt.
Í flestum tilvikum er hægt að breyta heimtaug úr einfasa yfir í þriggja fasa. Gjald fyrir þessa breytingu er að finna í verðskrá heimlagna.
Ferli fyrir breytingu úr einum fasa í þrjá
Ráða löggiltan rafverktaka: Hafið samband við löggiltan rafverktaka til að framkvæma verkið.
Þjónustubeiðni: Rafverktakinn sendir inn þjónustubeiðni til Veitna í gegnum Mannvirkjastofnun (HMS).
Upplýsingar um afhendingu og kostnað: Tengiliðurinn er upplýstur um afhendingartíma og kostnað, ef einhver er.
Aftenging rafmagns: Veitur taka rafmagnið af í samráði við rafvirkjann.
Breyting á rafmagnstöflu: Rafverktakinn fjarlægir einfasa mælinn og breytir rafmagnstöflunni.
Uppsetning á þriggja fasa rafmagni: Veitur breyta rafmagninu í þriggja fasa og setja upp nýjan mæli.
Tímabókun: Eftir að þjónustubeðni er send inn er allt að 15 dagar þar til tími er bókaður. Að því gefnu að strengurinn sé hæfur fyrir þrjá fasa og að ekki þurfi að gera breytingar né stækka götuskápinn.
Sjá verðskrá fyrir frekari upplýsingar um kostnað.