Skilmálar vatnsveitu

Heimæð, inntaksrými og tengitöflur

Heimæðar fyrir kalt vatn að 63 mm eru dregnar í ídráttarrör sem húseigandi annast lagningu á. Veitur draga heimæð í ídráttarrör, setja upp tengigrind og tengja við veitukerfi.
Heimæðar og stærð tengigrindar

Þvermál lagnaLengd tengiflatar Hæð tengiflatar
að 50 mm1,2 m0,5 m
að 90 mm1,7 m0,6 m

 

Hönnuður ákvarðar stærð heimæðar með tilliti til vatnsþarfar í samráði við Veitur. Fyrir fjölbýlishús er fjöldi íbúða lagður til grundvallar.

Önnur notkun er skilgreind af hönnuði, meðalrennsli og hámarksrennsli. Veitum er heimilt að gera athugasemd við val hönnuðar á stæð ef um er að ræða frávik frá reynslutölum og krefjast frekari hönnunargagna.

Lögð er ein heimæð í hvert hús frá götulögn og inn fyrir húsvegg að inntaksloka. Húseigandi greiðir allan kostnað við viðbótarheimæð (t.d. sprinkler) eða breytingu á heimæð.

Vatnsgjald er innheimt af öllum fasteignum.

Vatn til atvinnurekstrar ber til viðbótar notkunargjald mælt um rennslismæli eða áætlað þar sem mælingu verður ekki komið við. 

Ídráttarrör á lóðum

Veitur sjá um að leggja ídráttarrör, þar sem allar heimlagnir eru lagðar í sama skurð. Í öðrum tilfellum lætur húseigandi leggja ídráttarrör fyrir kaldavatnsheimæð frá tengistað við lóðarmörk og inn í hús. Tengistútur vatnslagnar er allajafna 1,5 m innan lóðarmarka.

Hönnuður ákveður legu og þvermál ídráttarrörs sem vera skal af gerðinni PEH PN6.

Hafi húseigandi ekki lagt ídráttarrör þegar óskað er eftir tengingu heimæðar, getur hann óskað eftir því að Veitur annist lagningu þess gegn greiðslu.

Ef ídráttarrör sem húseigandi lagði er ekki ídráttarhæft fyrir heimæðina ber umsækjandi kostnað af lagfæringu þess. Greiðsla fyrir efni og vinnu er samkvæmt skilmálum og verðskrá Veitna.

HeimæðÍdráttarrör
32 mm50 mm
40 mm63 mm
50 mm75 mm
63 mm90 mm

 

Frágangur ídráttarrörs

Tryggja verður að auðvelt sé að draga heimæðina í og úr ídráttarrörinu. Í inntaksrými verður ídráttarrör að koma lárétt inn úr vegg eða lóðrétt upp úr gólfi. Endar skulu vera lokaðir og staðsetning merkt.

Ótraustan jarðveg í skurðbotni verður að styrkja og þjappa. Ídráttarrörið er síðan lagt ofan á 150 mm þjappað sandlag og fyllt með 200 mm sandlagi yfir og umhverfis rörið. Jarðvegsþekja ofan á ídráttarrör skal vera minnst 1,2 m.

Lárétt fjarlægð milli fráveitu - og vatnslagnar skal vera 0,5 m hið minnsta og vatnslögn ávallt fyrir ofan fráveitulögn.

Ídráttarrör inn í hús

Almennt er ídráttarrör lagt inn í hús frá tengistað við lóðarmörk, ef:

  • Ídráttarrörið kemur inn um kjallaravegg og heimæð er 63 mm að þvermáli eða minni
  • Ídráttarrörið er sveigt upp úr gólfi og heimæð er 40 mm að þvermáli eða minni
  • Ídráttarrörið er sveigt upp úr gólfi og heimæð er 50 mm að þvermáli og tengigrind er í stefnu heimæðar, þar sem hún kemur inn í hús.

Heimæðar sem liggja undir gólfplötu eiga alltaf að vera í ídráttarröri.

Veitur draga heimæð í ídráttarrör, þéttir með endum, setur upp inntaksgrind og hleypir vatni á.

Heimæðar stærri en 63 mm að þvermáli eru ekki dregnar í ídráttarrör, nema við sérstakar aðstæður eins og til dæmis ef heimæð liggur undir mannvirki.

Bráðabirgðatenging á byggingartíma

Húseigendur geta fengið eftirfarandi bráðabirgðatengingar við dreifikerfi vatnsveitu á byggingartíma gegn daggjaldi:

Byggingarvatn

Veitur setja upp tvívirkan tengi- og tæmingarloka með spindli á tengistað við lóðarmörk. Settur er kúluloki á rör, sem nær upp úr jörðu, fyrir slöngutengingu.

Vinnuskúravatn

Ef óskað er eftir tengingu á vatni í vinnuskúr, setja Veitur upp tvívirkan tengi- og tæmingarloka með spindli á tengistað við lóðarmörk. Húseigandi sér um bráðabirgðalögn frá tengiloka í vinnuskúr. Gæta skal þess að lögnin sé frostfrí.

Veitur sjá um uppsetningu loka og fjarlægja þá við tengingu varanlegrar heimæðar. Lokarnir eru í eigu Veitna en á ábyrgð húseiganda á notkunartíma.

Þrýstingur

Þrýstingur er mjög mismunandi í dreifikerfinu, en þar ræður mestu þéttleiki byggðar og hæðarlega. Einnig má gera ráð fyrir breytilegum þrýstingi við inntak eftir álagi á veituna.

Rekstur dreifikerfis miðast við eðlilegar aðstæður og stefnt að því að þrýstingur við inntak sé minnst 1,5 bar og mest 7 bar miðað við venjulegt rennsli.

Nánari upplýsingar fyrir hönnuði.

Gæði vatns

Veitur starfa eftir gæðastöðlum þar sem gæði og hreinleiki vatnsins eru í fyrirrúmi. Hönnuðir og lagnamenn eru minntir á að rangt fyrirkomulag innanhúslagna getur haft áhrif á gæði vatnsins. 

Tæknilegir tengiskilmálar Samorku

Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, hafa gefið út sameiginlega skilmála fyrir tengingar neysluveitna:

Tæknilegir tengiskilmálar vatnsveitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?