Við látum þig vita
Álestur af orkumælum heyrir brátt sögunni til. Við skiptum orkumælum út fyrir snjallmæla.
Mælaskiptin á starfssvæði Veitna eru hafin og standa yfir til ársins 2025. Á kortinu hér neðar á síðunni getur þú séð hvenær áætlað er að skipta um mæla á þínu svæði.
Nei, þau falla undir eðlilega endurnýjun og viðhald á veitukerfunum.
Fulltrúar okkar heimsækja þig og skipta um mæla. Þau eru merkt okkur og bera starfsmannaskírteini með mynd. Heimsókn er tilkynnt með viku fyrirvara.
Mælar eru í inntaksrými og þar þurfa fulltrúar okkar að hafa gott aðgengi. Heitt vatn og rafmagn er tekið af á meðan að mælunum er skipt út, en það tekur almennt um 30 mínútur.
Ef þú býrð í sérbýli er nauðsynlegt að lögráða einstaklingur sé heima til að hleypa okkur að mælunum. Heimsóknin tekur um 30 mínútur.
Ef þú býrð í fjölbýli þarftu ekki að gera neitt. Við verðum í sambandi við tengilið húsfélags til að komast að mælum í sameign.
Notkun er breytileg milli mánaða og því er eðlilegt að upphæð reikninga sé ekki sama fjárhæðin hvern mánuð eins og áður hefur verið.
Eðlilegt er því að reikningarnir þínir séu hærri yfir vetratímann en sumartímann. Þegar þú hefur verið með snjallmæli yfir tvo vetur, getur þú séð hvernig notkun eykst þegar það fer að kólna og hvernig hún minnkar svo í kjölfarið með vorinu.
Alla reikninga og notkunarsögu sérð þú á mínum síðum Veitna
Með snjallmæli greiðir þú fyrir raunverulega notkun í hverjum mánuði í stað þess að greiða jafnt eftir áætlun. Það þýðir einnig að engir uppgjörsreikningar berast eftir álestur af mælum.
Ávinningur af snjallmælavæðingu veitukerfanna er margvíslegur, fyrir viðskiptavini, veitufyrirtækið, auðlindirnar og umhverfið.
Þú getur fylgst með notkun þinni og hefur þannig meiri möguleika á að stjórna orkunotkun heimilisins. Þannig getur þú nýtt orkuna sem best. Þú greiðir fyrir raunnotkun mánaðarlega og færð aldrei uppgjörsreikning eftir að hafa lesið af mælum, enda þarftu ekki lengur að lesa af mælum.
Með betri yfirsýn á notkun gefur það þér tækifæri á að bregðast hratt við ef upp kemur bilun eða óeðlileg notkun.
Meiri upplýsingar gera okkur kleift að reka veitukerfin á hagkvæmari hátt og stuðla að enn betri umgengni við auðlindirnar.
Í gömlu mælunum eru bæði málmar og plast sem hægt er að endurvinna. Íslenska gámafélagið sér um endurvinnsluna.
Þú getur séð notkunarsöguna þína, sem inniheldur mánaðarlega upplýsingar um notkun inn á mínum síðum Veitna. Með tilkomu snjallmæla fjölgar mælingum og verður hægt að nálgast upplýsingar um notkun örar en á mánaðar fresti. Eins og er eru mælarnir frá okkur ekki keyrðir á því kerfi, en það er þó í prófunum.
Gögnin segja til um hversu mikið rafmagn og/eða heitt vatn er notað og hvenær. Mæligögnin segja t.d. ekkert um hvers konar tæki eða tækni aflið er notað í, aðeins hversu mikið er notað og hvenær.
Veitur hafa aðgang að mæligögnum frá snjallmælinum þínum. Þau eru einnig send til Netorku til reikningagerðar fyrir rafmagn. Netorka er sameiginlegur gagnagrunnur veitufyrirtækja. Sjá nánar hér.
Rafsegulgeislun frá snjallmælunum er langt undir hættumörkum sem íslensk og alþjóðleg yfirvöld setja. Mælingar hafa sýnt að geislunin er undir 1/1000 af viðmiðunarmörkum. Hámarksflutningsgeta mælanna er 0,5 wött. Til samanburðar getur farsími sent allt að 2,0 wött. Nánari upplýsingar má fá hjá Geislavörnum ríkisins.
Nánar á vef Geislavarna ríkisins.
Nýir tímar, ný tækni
Ferlið í hnotskurn
Við látum þig vita
Þú samþykkir tímabókun
Mælaskipti
P1 notendatengið gefur viðskiptavinum tækifæri á að fá gögn frá snjallmælinum í rauntíma. Þau gögn sem hægt er að fá eru afl og afhendingargæði (spenna, rið o.fl.) á rafmagninu og notkun.
Notendatengið er til staðar á öllum rafmagnsmælum nú þegar, en það þarf að virkja það.
Eingöngu prufuaðgangar eru nú mögulegir fyrir þau sem óska eftir slíku fyrir rafmagnið.
Það er svokölluð beta-útgáfa og er enn í þróun. Uppröðun og snið á gögnum gætu því breyst. Hafðu samband hér ef þú vilt taka þátt í að prófa lausnina.
Nei, Veitur taka enga ábyrgð á notkun P1 notendatengisins og til að nota það þarft þú að útvega þér búnað frá þriðja aðila.
Veitur útvega hvorki slíkan búnað né þjónusta hann. Við sjáum eingöngu um að afhenda gögnin.
Mælarnir gefa upplýsingar um notkun á 15 mín. fresti sem sent er inn rafrænt á klukkustundar fresti.
Þeir senda frá sér upplýsingar um afhendingargæði rafmagnsins, svo sem spennu, rið og annað.
Mælarnir geta tekið við gögnum frá hita- og neysluvatnsmælum og í þeim er búnaður sem hægt er að nota til að slökkva og kveikja á t.d. hleðslustöð rafbíla eða vatnshitakút.
Hægt er að rjúfa straum án þess að mæta á svæðið þegar þess gerist þörf. Við óvænt straumrof berast boð til Veitna sem getur bætt viðbragðstíma.
Mælarnir senda inn upplýsingar um notkun á klukkustundar fresti í gegnum rafmagnsmæli, bæði í rúmmetrum (m3) og kílóvöttum (kWh).
Þeir mæla rennsli og hitastig bæði á því sem fer inn í húsið (framrás) og því sem kemur út aftur eftir húshitun (bakrás).
Kalda vatnið er eingöngu mælt hjá fyrirtækjum, en ekki einstaklingum.
Snjallmælarnir mæla notkun og senda gögn á klukkustundar fresti.
Þá mæla þeir bæði rennsli og hitastig vatnsins.
Gögn eru send rafrænt í gegnum rafmagnsmæli.
NB-IoT samskiptatækni, stundum kallað léttband. Þessi tækni er byggð á farsímakerfi Vodafone.
Í gegnum gagnasöfnun sem heitir wireless M-Bus, en það er tækni sem safnar þráðlausum skilaboðum og sendir þau í gegnum master (rafmagnsmælir) sem sendir þau svo áfram í notkunarsögu.
Þessi lausn er ekki komin í gagnið hjá okkur, en við munum láta vita þegar að því kemur.
Það verður þá virkjað í gegnum P1 tengið á rafmagnsmælinum.
Þau sem eru ekki með rafmagnsmæli frá okkur munu geta séð notkunina á mínum síðum Veitna.
Hér sérðu hvernig heimsóknin gengur fyrir sig. Við stöldrum stutt við svo þú þarft ekki að bjóða okkur í kaffi.