Veitur, ásamt Orkuveitunni og Carbfix hafa hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025 fyrir framúrskarandi árangur í að jafna kynjahlutföll í framkvæmdastjórn fyrirtækjanna. Verkefnið hefur þann tilgang að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi, með það að markmiði að hlutföllin verði a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórn/efsta lagi stjórnunar.
Veitur leggja metnað sinn í að gæta jafnréttis milli starfsfólks fyrirtækisins meðal annars með því að vinna markvisst að því að huga að jafnri kynjaskiptingu í ákvörðunar- og áhrifastöðum, en hjá Veitum hefur náðst góður árangur í að jafna hlut kynjanna í stjórnunarstöðum.
Hjá okkur er jafnframt lögð áhersla á að stjórnendur, starfsfólk og utanaðkomandi fræðsluaðilar fái fræðslu um jafnréttismál og áhrif staðalímynda og hugsanaskekkja á ákvörðunartöku. Orkugeirinn er karllægur og hafa Veitur lagt áherslu á að auka hlut kvenna með verk- og tæknimenntun innan fyrirtækisins.
Við erum mjög stolt af þessari viðurkenningu og jafnframt þakklát FKA fyrir það mikilvæga starf sem þau vinna í þágu jafnréttismála á Íslandi. Aukinn fjölbreytileiki er forsenda þess að ná auknum árangri og stuðla að betra vinnuumhverfi fyrir okkur öll.
Í tilefni viðurkenningarinnar gróðursettum við tré í Heiðmörk sem tákn um skuldbindingu okkar til áframhaldandi starfs í þágu fjölbreytileika.
Veitur, ásamt Orkuveitunni og Carbfix hafa hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025 fyrir framúrskarandi árangur í að jafna kynjahlutföll í framkvæmdastjórn fyrirtækjanna.
Veitur og Hugsmiðjan hafa undirritað samstarfssamning um þróun á nýjum þjónustuvef sem mun styrkja samskipti Veitna við almenning.