Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við HS Veitur og Almannavarnir.
Trukkaveitan eða Tankveitan eins og hún hefur líka verið nefnd flutti heitt vatn á tankbílum frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar og Voga. Vatnið var sett inn á dreifikerfið á þeim stöðum sem rafdreifikerfið var viðkvæmt. Tilgangurinn var að verja kerfin og halda varma í því, viðhalda örlitlu rennsli og þrýstingi til að draga úr líkum á skemmdum þegar vatni er aftur hleypt á.
Í morgun var búið að fara alls 134 ferðir á milli Hafnarfjarðar og Suðurnesja með um 1800 tonn af heitu vatni og voru tíu trukkar notaðir við verkið.
„Eftir að ljóst var að íbúar á Suðurnesjum stæðu frammi fyrir heitavatnsleysi bjuggum við til Trukkaveituna eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti um hvernig við gætum aðstoðað á skilvirkan hátt. Um kvöldmatarleytið í gær vorum við afhenda um 25-30 l á sekúndu sem er á pari við það sem Hvolsvöllur er að nota. Vatnið var um 70 gráður en það var um 80 gráður í Hafnarfirði sem sýnir að Trukkaveitan virkar betur en við þorðum að vona. Trukkaveitan er dæmi um nýsköpun og frumkvæði sem við í Veitum viljum temja okkur. Ég er þakklát öllu starfsfólkinu okkar sem hefur unnið dag og nótt við að aðstoða HS Veitur við að koma heitu vatni til Suðurnesja í þessu stóra verkefni sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu Veitna.
Veitur hafa stutt dyggilega við aðgerðir HS Veitna á Suðurnesjum og við munum halda því áfram, m.a kom Rafveitan upp varaaflsvélum á viðkvæmum stöðum í samráði við Almannavarnir og HS Veitur.
Eftirfarandi breytingar á verðskrám Veitna taka gildi 1. janúar 2025.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.