Verð­skrár

Athugaðu að öll verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Verðskrá heimlagna

Verðskrá gildir frá 01.07.2024

Almennt gildir að verðskrárverð eru grunnverð og ekki veittur afsláttur frá þeim.

Heimtaugar tengigjöld:

Almenn verð heimtauga gilda á nýbyggingarsvæðum þar sem inntaksrými er samkvæmt skilmálum. Verð gilda ekki þar sem búið er að ganga varanlega frá yfirborði og fullnægjandi veitulagnir ekki komnar að lóðarmörkum, þar greiðir umsækjandi samkvæmt kostnaðaráætlun. Geri húseigandi, sveitarfélag eða lóðarhafi breytingu á skipulagi húss frá útgefnu skipulagi sveitafélags ber hann til viðbótar allan kostnað við færslu eða breytingu lagna, inntaksbúnaðar og á inntaksstað. Sama gildir um tímabundna aftengingu.

Stærð rafmagnsheimtaugar ákvarðast af umsækjanda að teknu tilliti til fjölda íbúða í íbúðarhúsi og fyrirliggjandi notkun annars húsnæðis. Í samræmi við Tæknilega tengiskilmála raforkudreifingar skal umsækjandi fyrir heimtaugar stærri en 200A leggja fram áætlun um væntanlega aflþörf til næstu 5 ára. Á grundvelli þessarar áætlunar ákveða Veitur og umsækjandi sameiginlega stærð heimtaugar. Sé óvissa um aflþörf áskilja Veitur sé rétt til að minnka heimtaug. Komi til hækkunar á aflþörf innan 5 ára frá spennusetningu dregst greitt heimtugagjald frá kostnaði við stærri heimtaug samkvæmt sérstöku samkomulagi. Veitur bera enga ábyrgð á kostnaði við breytingar á töflu á afhendingarstað.

Málstraumur heimtaugar miðast við stærð aðalvara húsveitu. Fari heimtaugastrengur lengra en 20 metra inn fyrir lóðarmörk greiðir umsækjandi aukalega fyrir allan kostnað sem fylgir þeirri lengingu. Virðisaukaskattur reiknast 24% á öll tengigjöld rafmagns.

Sérstök ákvæði fyrir heimtaug sem eingöngu er ætluð rafbílahleðslu við fjölbýlishús. Húsfélag getur sótt um stækkun heimtaugar eða í undantekningartilvikum viðbótarheimtaug inn á lóð eða inn fyrir vegg í bílgeymslu ef núverandi heimtaug ber að mati Veitna ekki fyrirséða rafbílahleðslu. Afhendingarstaður auka heimtaugar er ákveðinn af Veitum og miðast við stystu fjarlægð frá götuskáp. Til að sporna við aflaukningu inn á lóðir geta Veitur gert kröfu um að aðrar heimtaugar á lóð verði minnkaðar á móti.

Rafmagn - heimtaug

TegundMálstraumurHeimtaugagjaldMeð 24% vsk.
H1R16 A 1-fasa210.343260.825
H1R50 A227.976282.690
H1R63 A301.856374.301
H1R80 A383.309475.303
H1R100 A479.136594.129
H1R160 A766.618950.606
H1R200 A958.2721.188.257
H1R250 A1.197.8401.485.322
H1R315 A1.509.2781.871.505
H1R400 A1.916.5442.376.515
H1R630 A3.018.5573.743.010
H1R710 A3.401.8664.218.313
H1R900 A4.312.2245.347.158
H1R1200 A5.749.6327.129.544
H1R1400 A6.707.9048.317.801
H1R1800 A8.624.44810.694.316
H1R2400 A11.499.26414.259.087
H1R1 MW 11+ kV4.860.8006.027.392
H1R2 MW 11+ kV9.721.60012.054.784
H1R3 MW 11+ kV14.582.40018.082.176
H1R4 MW 11+ kV19.443.20024.109.568
H1R5 MW 11+ kV24.304.00030.136.960

Skýringar:

Aðrar eða stærri heimtaugar eru grundvallaðar á kostnaðarútreikningi í hverju tilfelli, en lágmarksgjald er línulegt (út frá afli) fyrir heimtaugar frá 63 A. Dreifikerfi Veitna gerir ráð fyrir 63 A heimtaug að hámarki í sérbýli. Ef þörf er á stærri heimtaug í sérbýli skal liggja fyrir afláætlun og heimtaugagjald grundvallað á kostnaðarútreikningi í hverju tilfelli.

Rafmagn - bráðabirgðaheimtaugar tengigjald grunngjald

TaxtiMálstraumurGrunngjaldMeð 24% vsk.
H2R50 A83.493103.531
H2R63 A89.058110.432
H2R100 A102.048126.540
H2R200 A194.816241.572

Skýringar:

Innifalið í grunngjaldi er kostnaður við uppsetningu mælis og spennusetning veitunnar. Annar kostnaður við framkvæmd verksins greiðist samkvæmt raunkostnaði sem Veitur gefa upp áður en verk hefst og miðast við aðstæður hverju sinni. Bráðabirgðaheimtaugar skulu aflagðar innan 24 mánaða frá tengingu þeirra. Með bráðabirgðaheimtaug er átt við heimtaug sem fjarlægð er að verki loknu og gjald fyrir hana dregst ekki frá gjaldi fyrir aðalheimtaug. Ef vinnuskúr hefur verið tengdur við heimtaugarenda verður hann aftengdur um leið og heimlagnir eru lagðar inn í hús. Óski umsækjandi eftir frestun á þeirri aftengingu greiðir hann aukalega fyrir tengingu heimtaugar og frágang kr. 57.812 án vsk. Bráðabirgðaheimtaug er eingöngu afhent fyrir utan hús í viðeigandi búnað svo sem vinnuskúr og sem næst dreifikerfi á lóðarmörkum.

Tengigjald - heimtaugar fyrir frístundahús

TaxtiMálstraumurHeimtaugagjaldMeð 24% vsk
H3R50 A741.297919.208

Skýringar:

Umsækjandi leggur til ídráttarrör að lóðarmörkum. Ef raunkostnaður framkvæmdar fer yfir heimtaugagjald bætist umframkostnaðurinn við heimtaugagjaldið. Miða skal við að fjarlægð milli tengiskáps á lóð og götuskáps Veitna fari ekki yfir 100m.

Rafmagn - tengigjald fyrir skammtímanotkun í viðurkenndan móttökubúnað

TaxtiTengigjaldMeð 24% vsk.
H4R24.12029.909
Alltaf er greitt tvöfalt gjald 48.24059.818

Skýringar:

Greitt er tengigjald bæði fyrir tengingu og aftengingu. Álag vegna vinnu starfsmanna Veitna utan dagvinnutíma er 55%. Ávallt er greitt fyrir notkun samkvæmt orkumælingu.
Kröfur til búnaðar og frágangs mælaskáps eru nánar skilgreindar hér.

Tenging er í öllum tilvikum afhent við tengiskáp Veitna og er umsækjandi ábyrgur fyrir lögnum og lagnaleiðum frá móttökustað, svo sem yfirkeyrsluvörnum og öðrum vörnum lagna.

Fyrir umsóknir skammtímatenginga 100 A eða stærri skal umsækjandi útvega viðurkenndan mælaskáp með sér hólfi fyrir orkumæli. Tengigjald greiðist samkvæmt verðskrá Veitna fyrir bráðabirgðaheimtaugar.

Þrífösun

Fyrir þrífösun heimtaugar. Þar sem þrífasa spennir er í dreifistöð, götuskápar eru til staðar með lausri varhöldu eða möguleiki er á að bæta henni við í skáp, allir strengir eru fjögurra leiðara alla leið inn í afhendingarstað til viðskiptavinar greiðast 23.452 kr. auk vsk. Ef eitthvað af þessum skilyrðum er ekki uppfyllt er greitt samkvæmt kostnaðaráætlun.

Önnur tengiþjónusta

Umbeðin tengiþjónusta rafmagnseftirlitsmanns til rafverktaka utan dagvinnutíma á tímabilinu 16:00 til 00:00 virka daga er kr. 69.304 (kr. 85.937 m/vsk) og eftir miðnætti og um helgar kr. 92.408 (kr. 114.586 m/vsk). Framangreind gjöld miðast við að hámarki 3ja tíma útkall. Þurfi jafnframt þjónustu fleiri starfsmanna Veitna utan dagvinnu greiðist sá kostnaður til viðbótar. Gjald fyrir að rjúfa/hleypa á götulýsingu í dreifistöð er kr. 61.879 (kr. 76.730 m/vsk) fyrir hvert tilvik rof og spennusetningu á ný.

Þegar breyta þarf skráningu mæla í nýjum fjölbýlishúsum eftir áhleypingu að beiðni rafverktaka, byggingaraðila eða húsfélags skal viðkomandi greiða breytingagjald kr. 45.084 (kr. 55.904 m/vsk) auk kr. 2.488 (kr. 3.085 m/vsk) fyrir hvern mæli umfram einn. Rafverktaki ber ábyrgð á að mælar séu rétt skráðir á íbúðir/notendur í upphafi.

Ef ítrekað er farið yfir málstraum eða bilun inn í húsveitu er útkallsgjald kr. 26.266 (kr. 32.570 m/vsk), þetta á við ef augljóst þykir að notandi hafi orsakað útleysingu á eigin húsveitu.

Lágmarksgjald fyrir breytingu/færslu heimtauga er kr.75.532 auk vsk. Heimilt er að falla frá þessu gjaldi þar sem komið er að endurnýjun lagna.

Merki frá mæli til notanda eða ósk um mælaprófun

Beiðni notanda um merki frá mæli til nota við eigið stjórn- eða upplýsingakerfi.

TaxtiSkýringán vsk.kr.Með 24%vsk.
H6RTengigjald fyrir aðgang að púlsum frá mæli, uppsett tengidós44.00054.560
H7RÓtímabær mælaskipti, settur mælir sem hefur möguleika á púlsútgangi13.09916.243


Skýringar:

Tengigjald er greitt fyrir aðgengi að merki frá mæli. Veitur setja upp tengidós sem er aðgengileg fyrir notanda að tengja við sinn búnað. Ef notandi óskar eftir að mælir sé prófaður og hann reynist í lagi er greitt gjald H7R.

Þurfi að skipta um mæli þar sem mælir er ekki hæfur til að gefa frá sér merki þarf notandi að greiða fyrir mælaskipti og dýrari mæli til viðbótar við tengigjald.

Veitur taka enga ábyrgð á púlsútgangi eða notkun hans og vegna tækniþróunar mæla er ekki mögulegt að ábyrgjast að næsta mælitæki verði með sambærilegum útgangi.

Heitt vatn - Heimæðar:

Almenn verð heimæða gilda á nýbyggingarsvæðum þar sem inntaksrými er samkvæmt skilmálum. Verð gilda ekki þar sem búið er að ganga varanlega frá yfirborði og fullnægjandi veitulagnir ekki komnar að lóðarmörkum, þar greiðir umsækjandi samkvæmt kostnaðaráætlun. Geri húseigandi, sveitarfélag eða lóðarhafi breytingu á skipulagi húss frá útgefnu skipulagi sveitarfélags ber hann til viðbótar allan kostnað við færslu eða breytingu lagna, inntaksbúnaðar og á inntaksstað. Sama gildir um tímabundna aftengingu.

Tengigjöld í þéttbýli

Neðangreind verð gilda þar sem heildarlengd heimæðar er innan við 50 m. Stærð heimæðar fyrir almenna upphitun tekur mið af rúmmáli húsnæðis en stærð heimæðar fyrir aðra notkun ákvarðast af tilgreindri vatnsþörf í umsókn að höfðu samráði við Veitur. Virðisaukaskattur reiknast 11% á tengigjöld fyrir heimæðar til húshitunar en 24% á heimæðar til annarra nota.

TaxtiMálstærð m.v. stálMálstærð m.v. PEXKr. án vsk. kr.Kr. með 11% vsk.Kr. með 24% vsk.
H1H20 mm25 mm390.682433.657484.446
H1H25 mm32 mm610.439677.587756.944
H1H32 mm 1.000.1441.110.1601.240.179
H1H40 mm 1.562.7271.734.6271.937.781
H1H50 mm 2.441.7592.710.3523.027.781
H1H65 mm4.126.5794.580.5025.116.957
H1H80 mm6.250.9126.938.5127.751.131
H1H100 mm9.767.05010.841.42612.111.142
H1H125 mm15.261.01616.939.72718.923.659
H1H150 mm21.975.86324.393.20727.250.070
H1H200 mm39.068.20043.365.70248.444.568

Skýringar:

Ein tengigrind er innifalin í hverju tengigjaldi. Fyrir hverja aukatengigrind greiðist 10% af tengigjaldi viðkomandi málstærðar. Kostnaðarverð stærri tenginga en 50 mm er reiknað sérstaklega fyrir hvert tilvik og m.a. tekið mið af flutningsgetu heimæðar, stofnæða og aðveitu.

Heitt vatn - bráðabirgðatengingar

TaxtiMálstærð m.v. stálMálstærð m.v. PEXKr. án vsk. kr.Kr. með 11% vsk.Kr. með 24% vsk.
H2H20 mm25 mm130.434144.782161.738

Skýringar:

Verðið gildir fyrir tengingu við heimæðarenda sem kominn er inn fyrir lóðarmörk ásamt einni tengigrind. Við aðrar aðstæður og fyrir stærri tengingu er hún gjaldfærð í samræmi við raunkostnað.

Tengigjöld í dreifbýli (lögbýli og heilsárshús)

Neðangreind verð gilda þar sem heildarlengd heimæðar er innan við 70 m. Stærð heimæðar ákvarðast af tilgreindu vatnsmagni í umsókn en stærð heimæðar til upphitunar húsnæðis tekur mið af rúmmáli þess. Virðisaukaskattur reiknast 11% á tengigjöld fyrir heimæðar til húshitunar en 24% á heimæðar til annarra nota.

TaxtiMálstærð m.v. stálMálstærð m.v. PEXKr. án vsk. kr.Kr. með 11% vsk.Kr. með 24% vsk.
H3H20 mm25 mm565.209627.382700.859
H3H25 mm32 mm883.136980.2811.095.089
H3H32 mm 1.446.9301.606.0921.794.193


Skýringar:

Ein tengigrind er innifalin í hverju tengigjaldi. Fyrir hverja aukatengigrind greiðist 10% af tengigjaldi viðkomandi málstærðar. Kostnaðarverð stærri tenginga en 32 mm er reiknað sérstaklega fyrir hvert tilvik og m.a. tekið mið af flutningsgetu heimæðar, stofnæða og aðveitu.

Tengigjöld fyrir frístundahús (í samræmi við byggingarleyfi)

Neðangreind verð gilda í frístundahúsabyggðum þar sem heildarlengd heimæðar er innan við 100 m. Virðisaukaskattur reiknast 11% á tengigjöld fyrir heimæðar til húshitunar en 24% á tengigjöld til annarra nota. Heimilt er að gefa 20% afslátt frá þessum verðum þar sem húseigandi sér um allan gröft og frágang í samræmi við kröfur Veitna.

TaxtiMálstærð, skýringKr. án vskMeð 11% vskMeð 24% vsk.
H4H20 mm PEX heimæð lögð stök frá stofn- eða götuæð819.385909.5171.016.037
H5H20 mm PEX heimæð lögð samtímis og í sama skurði og kaldavatnsheimæð Veitna576.913640.373715.372

Skýringar:

Heitavatnsheimæðar fyrir frístundahús eru lagðar með 20 mm PEX. Ósk um stærri heimæð fellur undir mat Veitna á styrk dreifikerfis og verði ósk samþykkt greiðir umsækjandi allan viðbótarkostnað sem fylgir stærri heimæð og þ.m.t. styrkingu á aðveitu.

Önnur tengigjöld

TaxtiSkýringán vsk. kr.Með 11% vsk
H10Lámarksgjald fyrir breytingu/færslu heimæðar75.53283.841


Heimilt er að falla frá þessu gjaldi þar sem komið er á endurnýjun lagna.

Merki frá mæli til notanda

Beiðni notanda um merki frá mæli til nota við eigið stjórn- eða upplýsingakerfi.

TaxtiSkýringVerð kr.Með 11% vsk.Með 24% vsk.
H6HTengigjald fyrir aðgang að púlsum frá mæli, uppsett tengidós20.49422.74825.413
H7HÓtímabær mælaskipti, 15-20 mm13.09914.54016.243
H8HÓtímabær mælaskipti, 25-50 mm32.74636.34840.605
H9HÓtímabær mælaskipti, 65 mm og stærri39.29643.61948.727

Skýringar:

  • Tengigjald er greitt fyrir aðgengi að merki frá mæli. Veitur setja upp tengidós sem er aðgengileg fyrir notanda að tengja við sinn búnað.
  • Þurfi að skipta um mæli þar sem mælir er ekki hæfur til að gefa frá sér merki þarf notandi að greiða fyrir mælaskipti og dýrari mæli til viðbótar við tengigjald.
  • Veitur taka enga ábyrgð á púlsútgangi eða notkun hans og vegna tækniþróunar mæla er ekki mögulegt að ábyrgjast að næsta mælitæki verði með sambærilegum útgangi.

Kalt vatn - heimæðar:

Almenn verð heimæða gilda á nýbyggingarsvæðum þar sem inntaksrými er samkvæmt skilmálum. Verð gilda ekki þar sem búið er að ganga varanlega frá yfirborði og fullnægjandi veitulagnir ekki komnar að lóðarmörkum, þar greiðir umsækjandi samkvæmt kostnaðaráætlun. Almennt gildir að verðskrárverð eru grunnverð og ekki veittur afsláttur frá þeim. Geri húseigandi, sveitarfélag eða lóðarhafi breytingu á skipulagi húss frá útgefnu skipulagi sveitafélags ber hann til viðbótar allan kostnað við færslu eða breytingu lagna, inntaksbúnaðar og á inntaksstað. Sama gildir um tímabundna aftengingu.

Tengigjöld í þéttbýli:

Neðangreind verð miðast við að umsækjandi hafi lagt ídráttarrör á frostfríu dýpi frá tengistað Veitna við lóðarmörk að inntaksstað í húsi sem Veitur hafa samþykkt. Stærð heimæðar tekur mið af tilgreindu vatns­magni í umsókn en stærð heimæðar fyrir íbúðarhúsnæði tekur mið af fjölda íbúða (töppunarstaða). Tengigjöld bera ekki virðisaukaskatt og verðið er uppfært á 3ja mánaða fresti miðað við byggingar­vísitölu.

TaxtiNafnmál TommumálÞvermál inntaksVerð kr.
H1K1"32 mm363.161
H1K11/4"40 mm518.983
H1K11/2"50 mm741.672
H1K2"63 mm1.073.513
H1K21/2"75 mm1.418.923
H1K3"90 mm1.899.539
H1K4"110 mm2.618.725
H1K6"180 mm5.758.313
H1K8"225 mm8.229.080
H1K10"280 mm11.676.484

Skýringar:

Ein tengigrind er innifalin í hverju tengigjaldi, fyrir hverja aukatengigrind greiðist 10% af tengigjaldi viðkomandi málstærðar. Stærri heimæðar en 110 mm (4") eru gjaldfærðar í samræmi við raunkostnað. Miðað er við sömu uppfærslureglu eftir stærðum og í töflunni og til viðbótar er tekið mið af flutningsgetu götu- eða stofnæðar sem aðliggjandi er.

Byggingavatn og brunnar

Byggingavatnskrani til og með 50 mmVerð kr.
Uppsettur byggingavatnskrani, heildarvinna1118.166
Aftenging byggingavatnskrana, yfirborð ófrágengið102.609
Aftenging byggingavatnskrana, yfirborð malbik eða steypa271.238
Uppsettur brunnur fyrir vatnsafhendingu290.024

  1. Þetta verð gildir þegar tengt er við heimæðarenda sem kominn er inn fyrir lóðarmörk. Veitur leggja til búnað við tengingu byggingavatns. Notandi greiðir daggjald í samræmi við verðskrá fram að aftengingu. Byggingavatnskrani er aftengdur um leið og heimæð er tengd inn í hús samkvæmt umsókn, þá er ekki greitt sérstaklega fyrir aftengingu. Við aðrar aðstæður og fyrir stærri tengingu en 50 mm er tenging gjaldfærð í samræmi við raunkostnað. Heimilt er að innheimta gjald fyrir aftengingu strax við tengingu.
  2. Sé sótt um heimæð í brunn þar sem fasteign er ekki til staðar leggja Veitur til brunninn og koma honum fyrir. Umsækjandi greiðir einnig heimæðargjald í samræmi við umsótta stærð.

Tengigjöld fyrir frístundahús

StaðsetningMálstærðVerð kr.
Heimæð lögð stök frá stofn- eða götuhæð25 mm1.053.412
Heimæð lögð í sama skurð og samtímis heitavatnsheimæð Veitna25 mm756.537

Skýringar:

  • Þessi verð miðast við heimæð allt að 100 metrum að lengd. Lengri heimæð en 100 m eða stærri heimæð gjaldfærist í samræmi við kostnaðaráætlun. Umsækjandi greiðir aukakostnað vegna klapparbrots.

Önnur tengiþjónusta:

TaxtiSkýringar án vsk. kr.
H10Lágmarksgjald fyrir breytingu/færslu heimæða75.532

Heimilt er að falla frá þessu gjaldi þar sem komið er að endurnýjun lagna.

Hvernig getum við aðstoðað þig?