Álestur af mælum

Spurt og svarað um mæla, álestur á mælum, mælaskipti og annað tengt mælum.

Dæmi um mæla sem skila þarf álestri af

  • Hitaveitumælir

    Hitaveitumælirinn er staðsettur á hitaveitugrind. Hann er hringlaga eins og sést á myndinni. Staða mælisins er gefin upp í m3 eða rúmmetrum. Númer mælisins er oftast á strikamerki í lokinu eða utan á hringnum.

    hitaveitumaelir2
  • Rafmagnsmælir

    Rafmagnsmælir er í aðaltöflu. Taflan getur verið inni í íbúð/húsi eða í sameign.

    Hér eru tvær algengar tegundir rafmagnsmæla. Athugið að stundum er aukastafur sem þarf að fylgja. Þegar álestri er skilað þarf einnig að hafa mælisnúmerið við höndina.

    rafmagnsmaelar-skyringamynd

Kampstrup mælir

Hér má sjá aðra tegund af hitaveitumæli. Athugið að upphafsskjámynd mælisins sýnir kWh (kílóvattstundir) en við þurfum að fá stöðu mælis í m3 (rúmmetrum).

  • Upphafsskjámynd

    kamstrup-maelir-kwh 0

Til að fá rúmmetrastöðu á mælirinn, þarf að fletta einu sinni til hægri (sjá rauðan hring). Þá birtist rúmmetrafjöldinn (m3). sem er magn þess vatns sem hefur runnið í gegn. Það er sú tala sem við notum til að reikningsfæra notkunina. Ef haldið er áfram að fletta kemur upp hitastig vatnsins.

kamstrup-maelir-m3
Hægt er að fara til baka með því að ýta á vinstri örvarhnappinn. Ef mælirinn er látinn ósnertur í fjórar mínútur fer hann aftur í upphafsstöðuna.



Viltu vita meira?
Ef þú hefur einhverjar spurningar, endilega hafðu samband.

Álestrarform - Leiðbeiningar

  • Skref 1

    Alestur leidbeiningar-01

  • Skref 2

    Alestur leidbeiningar-02

  • Skref 3

    Alestur leidbeiningar-03

  • Skref 4

    Alestur leidbeiningar-04-04

Hvernig getum við aðstoðað þig?