Spurt og svarað um mæla, álestur á mælum, mælaskipti og annað tengt mælum.
Þau sem eru ekki með snjallmæla skila álestri sjálf einu sinni á ári að jafnaði. Veitur senda tilkynningu um það á skráðan tengilið. Ef þú varst að fá þér nýtt tæki sem notar mikla orku, t.d. heitan pott eða rafmagnsbíl er ágætt að lesa af oftar til að koma í veg fyrir að þú fáir háan bakreikning.
Þau sem eru með snjallmæla þurfa ekki að senda álestur, hann berst reglulega sjálfkrafa til Veitna.
Þú setur það inn hér og síðan leiðir þig áfram í gegnum ferlið.
Almennt eru tvær stærri tölur á mælunum, annað er föst tala og það er mælisnúmerið. Hin talan er greinilega eitthvað sem getur breyst og það er staða mælis.
Það eru nokkrir mismunandi mælar í notkun á veitusvæðum okkar. Hér sérðu dæmi um nokkra mæla.
Mælisnúmerin eru oftast við strikamerki og er alltaf föst tala. Á sumum mælum er talan neðst á skjánum.
Þegar þú hefur skilað inn á að birtast gluggi sem þakkar þér fyrir. Ef það hefur ekki gerst, þá getur þú reynt aftur eða séð á mínum síðum hvort hann hafi skilað sér.
Líklegast er að mælirinn sé skráður á aðra kennitölu en þá sem þú notaðir. Mælirinn er skráður á sömu kennitölu og reikningurinn er sendur á. Á mínum síðum sérðu frekari upplýsingar.
Í inntaksrými húsnæðisins, þar sem rörin sjást. Oft er þetta geymsla eða bílskúr. Rafmagnsmælirinn er í skáp, en hitaveitumælirinn er á röragrindinni sjálfri. Stundum er lok á hitaveitumælinum.
Mögulega vantar aukastaf. Hann er á sumum mælum og ætti að vera einfalt að sjá hann.
Heita vatnið þarf að skrá í rúmmetrum (m3 ). Á sumum mælum, hvítum ferköntuðum, kemur talan sjálfkrafa upp í kWh (kílówattsstundum) en á að vera í rúmmetrum. Þá þarftu að ýta einu sinni á takkann lengst til hægri (ýta niður) og þá sérðu að talan breytist og mælieiningin verður m3 . Það er talan sem þú setur inn.
Ef mælirinn er hvítur og ferkantaður þá þarftu að ýta einu sinni á takkann lengst til hægri (ýta niður) og þá sérðu að talan breytist og mælieiningin verður m3 í stað kWh. Það er talan sem þú setur inn vegna álesturs. Athugaðu að mælirinn fer aftur í kWh eftir fjórar mínútur.
Það er alla jafna lesið af einu sinni á ári og það er misjafnt eftir svæðum hvenær það er gert. Við flutning á nýjan notanda þarf alltaf að lesa af.
Þegar mælar eru endurnýjaðir þarf einnig að lesa af.
Til að notendur greiði fyrir sína notkun þarf að mæla hana og reikna út raunverulega notkun. Það er gert með því að lesa af mælum og bera saman við áætlun. Síðan er sendur uppgjörsreikningur og áætlunin uppfærð í samræmi við álestur.
Í mörgum fjölbýlishúsum er einungis einn mælir fyrir hitaveituna og skiptist þá kostnaður eftir stærð íbúða. Rafmagnsmælar eru fyrir hverja íbúð fyrir sig.
Við erum að setja upp snjallmæla á veitusvæðum okkar, eitt hverfi í einu. Hvenær þú færð slíkan mæli getur þú séð hér.