Nýsköp­un­ar­festival Veitna

Veitur standa fyrir nýsköpunarfestivali í Elliðaárstöð 3.-5. júní.

Taktu þátt í nýsköpun og samstarfi

Veitur halda sitt fyrsta nýsköpunarfestival 3.-5. júni þar sem hópur skapandi fólks tekst á við áskoranir í orku- og veitumálum. Viðgangsefnin snerta okkur öll, samfélagið í heild sinni og komandi kynslóðir. Ef þú vilt taka þátt í að finna skapandi lausnir sem tryggja aðgengi að rafmagni, hita, hreinu vatni og fráveitu. Með nýsköpun og samstarfi veitum við lífsgæði til framtíðar. Skráðu þig til leiks!

Leysum saman stórar áskoranir á stuttum tíma

Við vinnum eftir hugmyndafræði hönnunarspretta (e. design sprints) en með þeim er hægt að leysa stórar áskoranir á stuttum tíma með því að vinna saman, nota sköpunarkraftinn, rökhugsun og snerpu.Framundan eru fimm áskoranir og taka um 20 manns þátt í hverjum spretti

Askoranir-spretta-1

Spennandi fyrirlesarar

Við fáum frábæra gesti til okkar, leiðtoga í nýsköpun og orkumálum, hugsuði og frumkvöðla sem veita okkur innblástur og kveikja neista.
Við munum kynna fyrirlesara okkar einn af öðrum hér á síðunni á næstunni. Þau koma úr ólíkum áttum en eiga það sameiginlegt að vera orkugefandi  og víkka sjóndeildarhringinn.

Tengjum 2025

Fyrirlesarar og fundastjórn

Dr. Angela MacOscar

Dr. Angela MacOscar, er sviðsstjóri nýsköpunar hjá hjá Northumbrian Water. Hún er farsæll stjórnandi og er með doktorspróf í eðlis- og efnafræði. Angela brennur fyrir nýsköpun, straumlínustjórnun og stefnumótun. Hún hefur víðtæka reynslu úr hinum ýmsu greinum atvinnulífsins þar sem hún beitir teymisvinnu og vinnur með stórar hugmyndir til að einfalda það sem er flókið. Angela er einnig baráttukona fyrir fjölbreytni í nýsköpunargeiranum og er sannkallað breytingarafl.

Max McShane

Max McShane hefur starfað hjá Octopus Energy í London síðastliðin átta ár . Hann leiðir stafræn markaðsmál hjá fyrirtækinu þar sem viðskiptavinurinn er alltaf í forgrunni. Hann hefur tekið virkan þátt í tæknibyltingunni í orkugeiranum, sett sjálfbærni í forgang og er mikilvægur hlekkur i því teymi sem breytti Octopus Energy úr litlu sprotafyrirtæki yfir í eitt stærsta orkufyrirtæki Bretlands.

Bergur Ebbi Benediktssson

Bergur Ebbi er rithöfundur og fyrirlesari með fjölþættan bakgrunn úr heimi lista, viðskipta og samskipta. Meðal umfjöllunarefna í verkum Bergs Ebba er tæknisaga og áhrif hennar á sjálfsmynd fólks, stjórnmál, valdajafnvægi, breytt heimsmynd, tíska og tíðarandi. Bergur Ebbi er lögfræðingur frá HÍ og með MDes gráðu í Strategic Foresight and Innovation frá OCAD Háskólanum í Toronto í Kanada auk þess að leggja stund á lögfræði og listasögu við Université de Cergy.

Sandra Barilli

Sandra er skemmtikraftur, karaoke-stýra og framleiðandi. Hún hefur meðal annars unnið sem umboðsmaður fyrir hljómsveitina Reykjavíkurdætur og leikið umboðsmann í sjónvarpsþáttunum IceGuys. Hún er ekki mjög nýjungagjörn en elskar nýsköpun. Sandra Barilli mun kynna og halda utan um viðburðinn af sinni alkunnu snilld.

Norhumbrian Waters Innovation festival fyrirmyndin

Fyrirmynd nýsköpunarfestivalsins má rekja til Northumbrian Waters Innovation festival í Newcastle sem er eitt stærsta veitu tengda nýsköpunarfestival í heiminum. Nýsköpunarteymið hjá Northumbrian Waters veitti ráðgjöf við undirbúning festivalsins.

Dagskrá Tengjum 2025

3. júní
4. júní
5. júní
6. júní
Af stað – Skiljum vandamálið
Hugmyndavinna!
 Frumgerð og prófun / Lokahátíð
Lyfturæða
Opnun Tengjum 2025. Tengslamyndun og keyrum af stað 5 hönnunarspretti. Fyrsta stopp: Skiljum vandamálið. Fáum innsýn sérfræðinga og greinum áskorunina. Hvernig gætum við leyst þetta? Þátttakendur í sprettum taka þátt í þankahríð, þróa hugmyndir og kjósa bestu hugmyndina.Byggjum! Þátttakendur í sprettum gera frumgerð (prototype) og prófa (testing) hvernig það virkar. Lokahátíð: Opinn viðburður í Elliðaárstöð 5. júní kl. 17-19.Sprettleiðtogar taka niðurstöður spretta áfram og og kynna fyrir framkvæmdastjórn og dómnefnd. Bestu hugmyndirnar fá framgang og fjármagn.

Spurt og svarað

  • Hvað er Nýsköpunarfestival Veitna?

    Nýsköpunarfestival Veitna og Frumkvöðlaseturs Orkuveitunnar í Elliðaárstöð er 4 daga nýsköpunarhátíð þar sem um 100 manns koma saman til að leysa áskoranir sem tengjast orku og veitumálum. Á hátíðinni eru keyrðir fimm sprettir og þátttakendur taka þátt í skemmtilegri dagskrá og frá innblástur frá skapandi fólki. Andi nýsköpunar, gleði og skemmtunar mun svífa yfir vötnum í Elliðaárstöð og er stefnan á að þetta verði skemmtilegasta vinnuvika ársins!

    Tökumst á við á raunverulegar áskoranir í orku- og veitumálum með samvinnu og sköpunarkraftinn að vopni.

  • Hver getur tekið þátt?

    Fjölbreyttur hópur fólks frá Orkuveitunni og dótturfyrirtækjum, samstarfsaðilar, fólk úr orkugeiranum, fagfólk, hönnuðir, listafólk, háskólanemar, verktakar, stjórnsýsla, frumkvöðlar taka þátt. Vilt þú vera með?  Skráðu þig hér.

  • Af hverju Nýsköpunarfestival?

    Með því að vinna saman og leiða saman fjölbreyttan hóp er hægt að leysa raunverulegar áskoranir á stuttum tíma. Við vonumst til að niðurstaða sprettanna verði að raunverulegum verkefnum innan Veitna og Orkuveitunnar og séu raunverulegar lausnir við áskorunum sem við stöndum frammi fyrir.

    Það er mikilvægt fyrir viðskiptavini og veitukerfin.

    Aukum samvinnu, virkjum sköpunarkraftinn og stækkum tengslanetið.

    Orkuveitan og Veitur eru þekkt fyrir það að leysa vandamál og má segja að nýsköpun sé í DNA-i fyrirtækjanna.

  • Hvað er hönnunarsprettur?

    Hönnunarsprettur (e. design sprint) er aðferð sem notuð er til að finna lausnir og þróa vörur á stuttum tíma. Aðferðin er þróuð af Jake Knapp og er farið í gegnum fimm skref frá skilningi vandamáls til prótótýpu á mjög stuttum tíma.

    Sérfræðingar eru fengnir að borðinu og kynna efnið fyrir þátttakendum og er lögð áhersla á lýðræðisleg vinnubrögð þar sem bestu hugmyndirnar eru kosnar áfram og haldið áfram að vinna með þær.

    Afrakstur hönnunarspretts er einhversskonar prótótýpa sem er prófuð af notendum.

    Í lok festivals verða lausnirnar kynntar og munu að minnsta kosti 2 verkefni verða fjármögnuð og komið til framkvæmda.

Hvernig getum við aðstoðað þig?