Stöðin er nú komin í rekstur en framkvæmdir hófust þann 19. ágúst sl. Líkt og fram hefur komið höfum við þurft að opna svokallaða neyðarlúgu í stöðinni og hleypa ómeðhöndluðu skólpi út í sjó. Það gerðist í 9 mínútur í gær en hægt er að fylgjast með stöðunni á neyðarlúgum í rauntíma í Fráveitusjánni.
Verktaki mun aðstoða okkur við að vakta og hreinsa fjörur næstu daga og vikur.

Veitur eru ekki að hækka hitaveitugjald heimilanna um 50%. Þessi túlkun byggir á því að horfa einungis á einn hluta gjaldskrárinnar sem er núna 15% af heildarreikningi. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna fer yfir málin.„“
.jpg?width=3840&quality=75&branch=main)
Þetta var ár uppbyggingar, nýsköpunar og aukins samtals við samfélagið. Veitur náðu mikilvægum áföngum í styrkingu innviða, efldu samstarf og lögðu áherslu á sjálfbærar lausnir til framtíðar.