Stöðin er nú komin í rekstur en framkvæmdir hófust þann 19. ágúst sl. Líkt og fram hefur komið höfum við þurft að opna svokallaða neyðarlúgu í stöðinni og hleypa ómeðhöndluðu skólpi út í sjó. Það gerðist í 9 mínútur í gær en hægt er að fylgjast með stöðunni á neyðarlúgum í rauntíma í Fráveitusjánni.
Verktaki mun aðstoða okkur við að vakta og hreinsa fjörur næstu daga og vikur.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.