Viðgerð lokið á Akranesi
Vegna háspennubilunar um kl. 02.00 í nótt varð rafmagnslaust í Grundahverfi á Akranesi, íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, Ásabraut og Leynisbraut. Starfsfólk Veitna fór strax á staðinn, bilunin var staðsett og viðgerð hófst. Ekki er vitað nákvæmlega hvað olli háspennubiluninni en hún reyndist viðameiri en talið var í fyrstu, hún kom í raun upp á tveimur stöðum og voru aðstæður erfiðar. Viðgerð lauk um kl. 18:00 og nú eru allir íbúar Akraness komnir með rafmagn á ný.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.