Við viljum kynnast einstaklingum eða fyrirtækjum sem vilja nýta sér þennan góða sand og gefa honum nýtt líf eða færa til förgunar á ábyrgan hátt.
Í tilefni þessa verkefnis, er ykkur boðið á opinn fund Veitna í Félagsheimili Orkuveitunnar á Rafstöðvarvegi 20 (Rafveituheimilinu í Elliðaárdal, sjá staðsetningu hér) klukkan 9-10:30 föstudaginn 24. maí 2024.
Kaffi og sandkaka frá klukkan 08:30!
Skýringarmynd hreinsiferils skólphreinsistöðva Veitna í Reykjavík, á Kjalarnesi, Akranesi og Borgarnesi.
Á fundinum leitumst við eftir að ræða hugmyndir frá ykkur til að móta þetta verkefni í sameiningu.
Hér eru nokkur atriði til að velta fyrir sér:
Hvernig getum við stillt verkefninu upp þannig að það dragi fram styrkleika ykkar?
Hvernig getur uppsetning verkefnisins hvatt til endurnýtingar frekar en förgunar?
Hvernig getum við verðlaunað ykkur ef þið sýnið metnað í umhverfismálum?
Hvernig skipuleggjum við tímalínu og upplýsingagjöf svo þið getið aflað ykkur tilskildra leyfa og græjað ykkur upp til að taka á móti, geyma og nýta sandinn?
Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur gögnin hér og fylla út könnunina til að koma ykkar sjónarmiðum á framfæri.
Hér má nálgast markaðskönnunina á rafrænu formi.
Við hlökkum til að sjá ykkur og heyra ykkar hugmyndir!
Ef þið eruð með spurningar eða hafið áhuga á að kíkja í heimsókn í skólphreinsistöð okkar í Klettagörðum 14, hafið endilega samband við Hlöðver Stefán Þorgeirsson, sérfræðing fráveitu, í hlodver.stefan.thorgeirsson@veitur.is.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.