Veitur kepptu til úrsita í flokknum Besta nýja þjónustusviðið en ECCSA er stærsta keppni Evrópu þar sem fyrirtækjum er veitt verðlaun fyrir þjónustu sína.
Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna segir:
„Það var mikill heiður að taka á móti bronsverðlaununum í þessari virtu keppni þar sem samkeppnin er afar hörð og þekkt fyrirtæki að keppa. Veitur ætla sér að verða framúrskarandi þjónustufyrirtæki og þessi góði árangur staðfestir að við erum á réttri leið. Við stofnuðum nýtt þjónustusvið Veitna vorið 2023 þar sem lagt var upp með styttri boðleiðir, meiri skilvirkni og fyrirbyggjandi aðgerðir. Mælingar sýna að ánægja viðskiptavina hefur aukist, afgreiðslutími erinda hefur styst og eru verkefni og viðfangsefni hugsuð út frá viðskiptavinum fyrst og fremst. Starfsfólk Veitna á hrós skilið fyrir árangurinn og á það allt sinn þátt í verðlaununum.“
Verðlaunin eru veitt ár hvert í ýmsum flokkum. Meðal fyrirtækja sem tilnefnd voru má nefna Nespresso, Asos, Estée Lauder, Vodafone UK og Hilton. Í ár var metþátttaka og yfir 1.000 umsóknir voru sendar inn í keppnina. Veitur voru eitt af þeim fyrirtækjum sem fengu heimsókn frá dómurum keppninnar og fengu þeir ítarlega kynningu á þjónustunni og starfseminni. Heimsókn frá dómurum í stærstu þjónustukeppni Evrópu
Brynja Ragnarsdóttir, forstöðumaður Þjónustu hjá Veitum segir:
„Við erum virkilega stolt af þessum frábæra árangri. ECCCSA eru elstu og jafnframt virtustu verðlaun sem veitt eru á sviði þjónustu í Evrópu til fyrirtækja sem þykja leiðandi í framúrskarandi þjónustu. Sérstaklega er horft til upplifunar viðskiptavina, nýsköpunar í þjónustu, vinnustaðamenningar og skilvirkni sem eru einmitt þættir sem við hjá Veitum leggjum mikla áherslu á að bæta í sífellu. Þessi viðurkenning er því mikil hvatning fyrir okkur og við hlökkum til að halda áfram að bæta þjónustuna við okkar viðskiptavini.“
Veitur í úrslit!
Eftirfarandi breytingar á verðskrám Veitna taka gildi 1. janúar 2025.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.