Í gær var viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2024 haldin hátíðleg. Við erum virkilega stolt að segja frá því að í ár voru Orkuveitan, Veitur og Carbfix meðal þeirra fyrirtækja sem hlutu Jafnvægisvogina 2024 fyrir framúrskarandi árangur í að jafna kynjahlutföll í framkvæmdastjórnum fyrirtækjanna.
Í gær var viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2024 haldin hátíðleg. Við erum virkilega stolt að segja frá því að í ár voru Veitur, Orkuveitan og Carbfix meðal þeirra fyrirtækja sem hlutu Jafnvægisvogina 2024 fyrir framúrskarandi árangur í að jafna kynjahlutföll í framkvæmdastjórnum fyrirtækjanna.
Jafnvægisvogin, sem er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) hefur það að markmiði að virkja sem flest íslensk fyrirtæki til að stefna að því að ná 40/60 kynjahlutfalli í framkvæmdastjórn og viðurkenninguna hljóta þau fyrirtæki þar sem 40% stjórnenda eru kvenkyns.
Veitur leggja mikla áherslu á að gæta jafnréttis milli starfsfólks fyrirtækisins meðal annars með því að vinna markvisst að því að ná jafnvægi og fjölbreytni í kynjahlutfalli framkvæmdastjórna og á vinnustaðnum í heild sinni. Við erum stolt af því að fá þessa viðurkenningu og vera hluti af þeim flottu fyrirtækjum sem hafa náð sama árangri.
Brynja Ragnarsdóttir, forstöðukona Þjónustu Veitna, tók á móti viðurkenningunni, ásamt Ernu Sigurðardóttur, mannauðsleiðtoga hjá Orkuveitunni og Völu Jónsdóttur, sviðsstjóra menningar og samfélags hjá Carbfix.
Veitur hrepptu þriðja sætið í sínum flokki á Evrópsku þjónustuverðlaununum ECCCSA (European Contact Centre and Customer Service Awards) sem haldin voru við hátíðlega athöfn í London 26. nóvember.
Tímamót í jarðhitaleit.Tvö ný lághitasvæði á höfuðborgarsvæðinu.