Hrefna og Daði eru nýir deildarstjórar á sviði Vatnsmiðla en sviðið ber m.a. ábyrgð á því að tryggja aðgengi að heitu og köldu vatni ásamt fráveitu á veitusvæðunum okkar. Þau hafa þegar hafið störf.
Daði erdeild arstjóri reksturs Vatnsmiðla og bættist í hópinn fyrr á árinu. Daði kemur til Veitna frá HBH Byggir ehf. þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri. Daði hefur áratuga reynslu af stjórnun og rekstri fyrirtækja í framleiðslu, orkuiðnaði og stóriðju.
Hrefna tók við starfi deildarstjóra fjárfestinga Vatnsmiðla. Hún kemur til Veitna frá Marel þar sem hún starfaði sem stjórnandi í vöruþróun og á fjármálasviði. Hrefna hefur langa reynslu af stjórnun og verkefnastýringu í alþjóðlegum fyrirtækjum í matvælavinnslu, lyfjaiðnaði og líftækni.
„Við erum ánægð með að Hrefna og Daði hafi bæst í öflugan hóp starfsfólks Veitna. Þau munu gegna mikilvægu hlutverki í rekstrinum með það að markmiði að auka skilvirkni, hagkvæmni fjárfestinga og tryggja aðgengi heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga að heitu og köldu vatni, ásamt fràveitu til framtíðar. Veitur hafa sett sér skýra stefnu um að veita framúrskarandi þjónustu með nýsköpun, sjálfbærum lausnum og auknu samstarfi og við hlökkum til að starfa með Daða og Hrefnu að því að ná þessum markmiðum okkar” segir Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Vatnsmiðla hjá Veitum.
Eftirfarandi breytingar á verðskrám Veitna taka gildi 1. janúar 2025.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.