Hreinsunarstarf á gróðri í vatnslóni í Berjaldalsá í gær gekk vel. Veitur höfðu leitað skýringa á óvenjulegu bragði af kalda vatninu í bænum og var bragðið einangrað við lónið í Berjadalsá. Vatnsveitan á Akranesi fær vatn frá þremur vatnsbólum; Berjadalsá og lindasvæðum við Slögu og Óslæk. Talið er að óbragðið megi rekja til gróðurs sem hafði myndast í lóninu en hefur nú verið fjarlægður. Nánar um málið hér.
Neysluvatn, hitaveita, rafmagn og fráveita eru lífsnauðsynlegir innviðir. Þetta eru grunnstoðir samfélagsins, forsenda öryggis, heilsu, atvinnuuppbyggingar og lífsgæða.
Nemar úr Listaháskólanum gera umhverfið notalegra með nýtingu afgangsvarma frá Veitum.