Hreinsunarstarf á gróðri í vatnslóni í Berjaldalsá í gær gekk vel. Veitur höfðu leitað skýringa á óvenjulegu bragði af kalda vatninu í bænum og var bragðið einangrað við lónið í Berjadalsá. Vatnsveitan á Akranesi fær vatn frá þremur vatnsbólum; Berjadalsá og lindasvæðum við Slögu og Óslæk. Talið er að óbragðið megi rekja til gróðurs sem hafði myndast í lóninu en hefur nú verið fjarlægður. Nánar um málið hér.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.