Veitur eru aðalbakhjarl Vetrarhátíðar í Reykjavík. Vetrarhátíð í Reykjavík var fyrst haldin árið 2002 og hefur markmiðið með hátíðinni verið frá upphafi að lýsa upp skammdegið og bjóða íbúum og gestum borgarinnar að upplifa einstaka stemningu í borginni. Vetrarhátíð er haldin á höfuðborgarsvæðinu og taka öll sex bæjarfélögin þátt.
Útilistaverkið Uppljómun eftir þau Litten Nystrøm og Harald Karlsson fær að prýða hinn fagra skrúðgarð Elliðaárstöðvar í tvær vikur, frá 2. febrúar til 18. febrúar. Verkið var fyrst sýnt á Vetrarhátíð 2022 sem svar við ósk borgarbúa um aukna birtu í skammdeginu.
Litten Nystrøm og Haraldur Karlsson eru starfandi listafólk í Reykjavík og eru með vinnustofu í Laugarnesi sem þau kalla MAP. Þau hafa áður tekið þátt í Vetrarhátíð með verkinu Interference sem var varpað á Hallgrímskirkju árið 2021.
Í vélarsal gömlu rafstöðvarinnar verður boðið upp á Rafleiðslu sem er einstakur viðburður sem gengur út á samtal í gegnum djúpa hlustun (e. deep listening) og stillta hugleiðslu (e. tuning meditation). Verkið er einskonar dans á milli fyrirfram samdra tónsmíða og spuna. Tilgangur með djúpri hlustun í tónlistinni er líka hvatning til að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi djúprar hlustunar í daglegu lífi, bæði við sjálfið og hvort annað.
Tónlistarfólkið sem kemur fram er Hekla (Hekla Magnúsdóttir), Osmē (Benedikt Reynisson, Helgi Örn Pétursson og Þórður Bjarki Arnarson), Sigrún (Sigrún Jónsdóttir) og Sk-Ar & Jesper Pedersen (Skúli Arason og Jesper Pedersen).
Veitingastaðurinn Á Bístró mun framlengja opnunartíma sinn á Safnanótt, föstudaginn 3. febrúar, til 21:00 og tekur vel á móti gestum hátíðarinnar. Veitur eru aðalbakhjarl Vetrahátíðar og styrkir uppsetningu á verkinu Uppljómun í Elliðaárstöð. Rafleiðsla og Uppljómun er fyrir alla aldurshópa og er aðgangur ókeypis.
Hlökkum til að sjá ykkur í Elliðaárstöð!
Eftirfarandi breytingar á verðskrám Veitna taka gildi 1. janúar 2025.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.