Dreifiveitur rafmagns kynna hér til umsagnar Netmála 1.0 - Skilmálar um viðbótarkostnað vegna nýrra tenginga við dreifiveitu og stórar fjárfestingar vegna útmötunar.
Í netmálanum felast skilmálar sem gilda fyrir allar dreifiveitur rafmagns um hvernig staðið skuli að útreikningi á viðbótarkostnaði vegna nýrrar tengingar eða styrkingar á kerfi dreifiveitu í tengslum við afhendingu til notenda.
Netmálinn er unninn á grundvelli raforkulaga og reglugerð nr. 1040/2005 um framkvæmd raforkulaga, með síðari breytingum, sérstaklega 2. gr. reglugerðar 302/2022 - Kerfisframlag vegna nýrra tenginga við dreifiveitu.
Umsagnarferlið stendur til 14. mars 2025. Vinsamlegast skilið umsögnum til veitur@veitur.is eða til Samorku, netfang: katrinh@samorka.is
Við erum himinlifandi yfir að vera aftur komin í úrslit í stærstu þjónustukeppni Evrópu og í þetta sinn fyrir nýtingu gagna í þágu viðskiptavina.
Veitur vekja athygli á svikaskilaboðum þar sem viðtakendur eru beðnir að smella á hlekk til að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu.