Verkefnið er eitt af fjölmörgum verkefnum Veitna til þess að bregðast við aukinni eftirspurn eftir heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu og auka forða og flutning heits vatns.
Tankurinn verður tekinn í rekstur þann 19. desember n.k. og með honum aukast birgðir Veitna um 25% sem hjálpar okkur enn frekar að bregðast við afltoppum og dregur úr líkum á skerðingum til notenda.
„Því meira magn sem við getum geymt í tönkum okkar á Reynisvatnsheiði því tryggara er afhendingaröryggið hjá okkur yfir kaldasta tíma ársins. Við lentum t.d. í ákveðnum vandræðum síðasta vetur sem var einn sá kaldasti sem við höfum séð lengi. Það er því afar ánægjulegt að við séum að taka þennan tank í notkun í dag og mun koma sér vel í vetur,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna.
Það var jólalegt við vígsluna í dag þar sem þau Eyja og Halldór starfsfólk Veitna léku jólalög og söngkonan Jara Hilmarsdóttir tók nokkur lög.
Meðfylgjandi myndir tók Jóhanna Rakel.