Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda hefur verið nokkur umræða um skort á heitu vatni undanfarið. Vegna aukinnar notkunar þurfum við að finna leiðir til að framleiða meira heitt vatn sérstaklega með sívaxandi byggð á höfuðborgarsvæðinu í huga.
Einn liður í því er þessi borholuhvíld en nú erum við að hvíla borholurnar í lengri tíma en gert hefur verið áður. Við stefnum að því að hvíla þær frá júní fram í september eða eins lengi og við treystum okkur til.
Þetta bæði eykur sjálfbærni jarðhitavinnslunnar og lengir líftíma lághitasvæðanna.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.