Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, hefur tekið sæti í stjórn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu Veitna, tekur sæti sem varamaður í stjórn. Konur eru í meirihluta stjórnar í annað sinn í tæplega þrjátíu ára sögu samtakanna. Kynjahlutfall er jafnt þegar aðal- og varamenn eru taldir.
„Það er ánægjulegt að taka sæti í fjölbreyttri stjórn Samorku,“ segir Sólrún. „Það bíða okkar afar brýn verkefni og mikilvægt að við leggjumst öll á eitt til að vernda og bæta þessa ómissandi innviði og lífsgæði sem eru okkar viðfangsefni á hverjum degi. Ég hlakka til að taka þátt í því að takast á við áskoranirnar fram undan með sjálfbærni að leiðarljósi, í takt við framtíðarsýn okkar hjá Orkuveitunni um að vera aflvaki sjálfbærrar framtíðar.“
Frá Orkuveitunni er einnig Harpa Pétursdóttir hjá ON, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, varamaður í stjórn.
Hér má lesa nánar um nýja stjórn Samorku og ársfund samtakanna sem fram fór í gær.
Eftirfarandi breytingar á verðskrám Veitna taka gildi 1. janúar 2025.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.