Notkun á heitu vatni hefur því verið í hámarki yfir langan tíma. Því þurfa Veitur að skerða vatn til sumra stórnotenda á höfuðborgarsvæðinu á morgun, það er til allra sundlauga og baðlóna, en Veitur forgangsraða alltaf til húshitunar. Spáð er hlýrra veðri á föstudag svo vonandi þurfum við ekki að skerða vatnið lengur en fram yfir hádegi á föstudag.
Vegna mikillar notkunar á heita vatninu þessa dagana gætu íbúar á einhverjum svæðum höfuðborgarsvæðisins fundið fyrir lækkun á þrýstingi. Við hvetjum fólk til að fara vel með varmann, athuga með þéttingar á gluggum og hurðum, tryggja að hitakerfið sé að virka rétt og láta ekki renna í heita pottinn á allra köldustu dögunum.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.