Vegna álags á hitaveitu Veitna í kuldatíðinni þurfa Veitur að skerða heitt vatn til sundlauganna á Akranesi og í Borgarnesi tímabundið. Þetta er gert til að tryggja að nægt heitt vatn sé til staðar fyrir húshitun á Vesturlandi ef kæmi til óvæntra bilana. Lokanirnar vara á meðan mesta frostið gengur yfir.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.