Sigríður stýrir Staf­rænni umbreyt­ingu

Sigríður Sigurðardóttir hefur verið ráðin stjórnandi nýs sviðs Stafrænnar umbreytingar hjá Veitum.

Sviðið ber ábyrgð á þróun og eflingu stafrænna innviða Veitna. Áhersla verður lögð á viðskiptagreind og gagnavísindi með það að markmiði að hámarka árangur, greina ný tækifæri og tryggja skilvirka eftirfylgni.

Sigríður hefur starfað hjá Veitum undanfarin fimm ár. Áður starfaði hún hjá Arion banka og Matís. Hún er með doktorsgráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún tók hluta af doktorsnáminu við Berkeley háskóla í Kaliforníu auk Chalmers tækniháskólann í Gautaborg.

Frumkvæði að sjálfbærum lausnum með árangur samfélagsins að leiðarljósi

Veitur er framsækið þjónustufyrirtæki sem tryggir aðgengi að rafmagni, hita, vatni og fráveitu. Veitur er dótturfélag Orkuveitunnar og þjónustar ríflega 70% landsmanna. Veitusvæðið er að mestu á höfuðborgarsvæðinu, en einnig víða á Suður- og Vesturlandi. Lagnir og strengir eru alls 9.000 km að lengd, sem samsvarar vegalengdinni frá Reykjavík til Shanghai. Veitur hafa frumkvæði að sjálfbærum lausnum með árangur samfélagsins að leiðarljósi.

MicrosoftTeams-image (65)

Hvernig getum við aðstoðað þig?