Rún Ingvarsdóttir hefur verið ráðin til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í teymi sérfræðinga Samskipta- og samfélags, einingar sem heyrir undir forstjóra. Hún mun sinna upplýsingamálum og samskiptum við fjölmiðla fyrir Veitur, dótturfyrirtæki OR, og starfa þar sem samskiptastjóri. Auk þess mun Rún vinna markvisst að sjálfbærnimálum innan fyrirtækisins.
Rún kemur til OR frá Landsbankanum þar sem hún starfaði undanfarin sjö ár sem sérfræðingur í samskiptamálum. Þar áður starfaði hún sem fréttamaður á fréttastofu RÚV frá árinu 2007. Rún er með MA-gráðu í alþjóðamálum frá Berkeley-háskóla í Kaliforníu og BA-gráðu í mannfræði og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands.
Samskipti- og samfélag sjá um samskipta- og markaðsmál hjá OR og vinnur þvert á samstæðuna m.a. fyrir dótturfyrirtækin Veitur, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarann og Carbfix.
Veitur er stærsta veitufyrirtæki landsins með fjölbreytta og samfélagslega mikilvæga starfsemi. Hlutverk Veitna er að þróa og byggja upp veitukerfi sem eru grundvöllur lífsgæða og gæta þess að viðskiptavinir hafi aðgengi að hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu.
Veitusvæðið er að mestu á höfuðborgarsvæðinu, en einnig víða á Suður- og Vesturlandi. Lagnir og strengir eru alls 9.000 km að lengd, sem samsvarar vegalengdinni frá Reykjavík til Shanghai. Veitur þjónusta ríflega 70% landsmanna á einn eða annan hátt.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.