Undanfarin ár höfum við sett niður hátíðarbrunahanann Jóla-Gústa á mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur glatt bæði gesti og gangandi enda Jóla-Gústi einstaklega vinalegur og góðlegur brunahani.
En til að gleðja borgarbúa enn frekar ákváðum við í fyrra að pakka nokkrum vel völdum götuskápum (rafmagnskössum) inn í flottan Veitu-gjafapappír og endurtökum það nú í ár!
Í fyrra voru skáparnir fjórir talsins en í ár eru þeir fimmtán!
Í ár eru skáparnir staðsettir á Akranesi & Seltjarnanesi sem og í Reykjavík, Garðabæ, Mosfellsbæ og Kópavogi 🎅🧑🎄
Eftirfarandi breytingar á verðskrám Veitna taka gildi 1. janúar 2025.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.