Gagnvirkt innkaupakerfi Veitna var tekið í notkun fyrir um ári síðan fyrir verkefni sem tengjast veitulögnum, jarðvinnu og yfirborðsfrágangi. Þátttakan hefur verið góð en við viljum að sjálfsögðu fá enn fleiri öfluga samstarfsaðila í hópinn enda er það stefna Veitna að auka samstarf.
Á árinu 2025 er áætlað að rúmlega 20 verkefni fari í gegnum kerfið.
Markmiðið með gagnvirka innkaupakerfinu er m.a. að:
• Auka skilvirkni fjárfestinga
• Minnka vinnu við útboðsgagnagerð og framkvæmd útboða
• Umbuna verktökum sem standa sig vel og klára verk á tilsettum tíma og stuðla að góðu og skilvirku verktakamati sem tekur á gæðum og skilatíma
Innan kerfisins eru einungis lokuð útboð þar sem samþykktir aðilar fá þátttökurétt og framkvæmdin er eins hefðbundið lokað útboðsferli.
Opið er fyrir umsóknir yfir gildistíma kerfisins eða þar til í apríl 2028.
Við hvetjum ykkur til að sækja um hér.
Það er einstakt á heimsvísu að höfuðborgarsvæði hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni sem lítið eða ekkert þarf að meðhöndla.
Veitur og Reykjavíkurborg bjóða upp á opinn hádegisfund þann 21. mars í tilefni af Alþjóðlegum degi vatnsins.